Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Söng Íslendinga gleymir Frakklandsforseti aldrei: Skildi töfrana og neitaði að hlýða lífvörðunum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, gaf nýverið út bók þar sem hann rifjar upp viðburði úr lífi sínu á síðustu 40 árum. Ein upprifjun Ólafs lýsir þegar François Hollande, forseti Frakklands, varð hugfanginn af íslenskum áhorfendum eftir leik Frakklands og Íslands. Neitaði hann lífvörðum sínum að yfirgefa stúkuna, heillaður af því sem átti sér stað eftir leik á vellinum fyrir neðan. Í huga hans var þetta töfrastund, líkt og myndskeiðið neðst í fréttinni vitnar til um.

Ólafur Ragnar og Dorrit fylgdust með sigurgöngu íslenska liðsins. Sætaskipan var háttað þannig að Ólafur sat við hlið forystusveitar enska knattspyrnusambandsins. Þeir voru hrokafullir í garð íslenska liðsins og áhorfenda sem voru komnir langt að og fimmaurabrandararnir fengu að fjúka. Bentu þeir á íslensku áhorfendurna sem mættir voru á völlinn og sögðu:

„Nú, það er bara öll þjóðin mætt! Enginn heima!“

Auðvitað var háðið tilvísun í smæð Íslendinga.

„Þegar okkar menn fóru að skora lækkaði risið á þeim ensku. Þeir læddust svo burt eftir leikinn,“ segir Ólafur Ragnar. „Þessi sigur hafði í för með sér að Ísland lék gegn Frökkum á leikvanginum í París. Þar mætti Hollande forseti. Allir vita að við töpuðum leiknum enda getur Frakkland státað af titlum Evrópumeistara og heimsmeistara.“

Fegurðin frestaði för Frakklandsforseta

Frakkar voru í sigurvímu eftir leik og streymdu út á götu. En fljótlega átti sér eitt fallegasta augnablik keppninnar sér stað og varð til þess að Frakklandsforseti frestaði för af leikvanginum.

Við gefum Ólafi orðið:

- Auglýsing -

„Þúsundirnar frá Íslandi tóku hins vegar að hylla íslenska liðið – þrátt fyrir tapið – með hinum kunna söng og víkingaklappi. Eftir skamma stund voru Íslendingarnir einir á áhorfendasvæðinu – og sungu; þjóðkór, þrátt fyrir tapið.“

Öryggisreglum samkvæmt átti Hollande að hraða sér á brott af leikvanginum í fylgd sinna lífvarða.

„Þegar söngur Íslendinganna tók að hljóma nam Hollande staðar, stóð áfram með okkur í stúkunni, hlustaði hugfanginn. Hann skynjaði mátt fólksins. Sá sigurviljann í söngnum. Skildi að framganga landsliðsins snerist ekki bara um fótbolta – heldur þjóðina, vilja hennar og samstöðu,“ segir Ólafur.

Þetta skildi forsetinn

- Auglýsing -

Hollande var svo heillaður að hann stóð áfram í stúkunni á meðan lífverðir hans fóru að ókyrrast.

„Leiðtogi Frakklands hlustaði áfram á raddir Íslendinganna sem nú áttu allan leikvanginn. Hið sterka afl; stjórnmál í gervi fótboltans. Það skildi forseti þjóðar sem fræg er fyrir byltingar,“ segir Ólafur.

Söngurinn á leikvanginum flutti honum boðskap. Ólafur Ragnar og Hollande kvöddust með þéttu handabandi. Hollande leit á Ólaf og lokaorð forseta Frakklands voru:

„Þessum söng mun ég aldrei gleyma.“

Það munu Íslendingar ekki gera heldur.

Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenskir áhorfendur heilluðu Frakklandsforseta og alla sem á vellinum voru eftir leik. Við látum líka stórfenglegt myndskeið fylgja með þegar íslenskir áhorfendur sungu saman, Ég er kominn heim, fyrir leik á móti Ungverjum.

Ég er kominn heim – Mögnuð stund fyrir leik á móti Ungverjum:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -