Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

„Söngurinn hefur bjargað mér á mínum erfiðustu tímum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Hólm, söng- og leikkona, keppti 17 ára gömul í X Factor og hefur staðið á sviði síðan þá í fjölda verkefna. Í byrjun október mun hún heiðra sína uppáhaldssöngkonu, Beyoncé, með tónleikum á Hard Rock en Íris segir hana heilla sig bæði sem söngkona og manneskja.

 

„Beyoncé hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Ég er mjög heilluð af henni sem manneskju. Hún er samkvæm sjálfri sér, leggur hart að sér í öllu sem hún gerir og lætur engan segja sér að hún geti ekki gert hlutina,“ segir Íris, og bætir við að Beyoncé sé ekki eingöngu góð söngkona og listamaður, heldur semji hún einnig flott lög og texta. „Mitt uppáhaldslag með henni er lagið I Care.“

„Beyoncé hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.,“ segir Íris.

Áheyrnarprufa var hvatning

Fyrr á þessu ári fór Íris í áheyrnarprufu fyrir talsetningu á kvikmyndinni The Lion King. Þar las hún hlutverk Nölu, en Beyoncé talar og syngur fyrir Nölu í enskri útgáfu myndarinnar. „Ég gekk út úr áheyrnarprufunni og ákvað þá að ég ætlaði mér að skella í þessa tónleika, áheyrnarprufan var kannski hvatningin sem ég þurfti. En ég sendi umheiminum greinilega einhver skilaboð þennan dag þar sem ég fékk síðan hlutverkið. Kannski umheimurinn hafi líka verið að senda mér mjög skýr skilaboð.

Söngurinn heilun

- Auglýsing -

Íris er 30 ára og fædd og uppalin í Mosfellsbæ, einhleyp og almennur nautnaseggur að eigin sögn. Hún er einnig móðir sex ára lífskrafts.

„Ég byrjaði að syngja mjög ung og það má eiginlega segja að söngurinn hafi verið mín heilun sem barn og unglingur,“ segir Íris sem keppti 17 ára gömul í þáttunum X Factor og segir boltann hafa byrjað að rúlla eftir það. Hún hefur verið viðloðandi Söngvakeppni Sjónvarpsins nánast árlega frá árinu 2007 og tekið þátt í ýmis konar verkefnum.

„Söngurinn og ég erum eitt.“

„Það eru algjör forréttindi að geta starfað við söng, finnst mér. Auðvitað er maður búinn að leggja hart að sér og æfa sig í mörg ár. En að fá að vinna við það sem maður raunverulega elskar er hreint út sagt æðislegt. Söngurinn og ég erum eitt. Söngurinn hefur bjargað mér á mínum erfiðustu tímum og þess vegna gæti ég ekki lifað án hans.“

- Auglýsing -

Auk þess að syngja semur Íris heilmikið af textum og ljóðum og segist finna mikla ró í því. Árið 2015 sótti hún um leiklistarskóla í New York og stundaði nám þar í tvö ár. Og í dag kennir hún leiklist, auk þess að talsetja barnaefni og kvikmyndir.

„Ég er mikil félagsvera, en kann samt rosalega vel að meta það að vera ein. Ég vel afþreyinguna svolítið út frá því að geta verið umvafin fólki en samt með fókus á mig. Eins og til dæmis sund, hot-jóga, spila „pool“, fara í leikhús og á tónleika.“

Mynd / Aðsend

Langar í sálfræði

En hvert væri plan B, ef söngurinn myndi klikka? „Ég hef mjög gaman af því að kenna. Mig hefur líka lengi dreymt um að fara í háskólanám og þá í sálfræði.“

Íris hefur áður tekið þátt í tónleikum þar sem tiltekinn listamaður var heiðraður, hún söng á Whitney Houston-heiðurstónleikum árið 2012 og hefur tekið þátt í Freddie Mercury-heiðurstónleikum Rigg-viðburða frá upphafi.

„Það er virkilega lærdómsríkt að fara yfir feril ákveðinna tónlistarmanna í gegnum tónlistina þeirra. Lögin þeirra eru sögur og frásagnir og það er svo fallegt að læra um listamennina á þann hátt.“ Það eru næg verkefni fram undan hjá Írisi sem flytur ásamt glæsilegum hópi þekktustu lög Bee Gees á Hótel Grímsborgum í vetur, síðan mun hún stíga á svið á jólatónleikum Siggu Beinteins í Eldborg. „Það er yndislegt að fá að syngja inn jólin með Siggu.“

Facebook-síða Írisar.

Miða má fá á Tix.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -