2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Söngvarinn R. Kelly handtekinn fyrir barnaníðsefni

Söngvarinn R. Kelly var handtekinn í gær. Hann á yfir höfði sér ákæru um vörslu barnaníðsefni og hindrun réttvísinnar. Þetta er aðeins brot af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á söngvarann á undanförnum árum.

Kelly var handtekinn er hann var úti að ganga með hundinn sinn nærri heimili sínu í Chicago. Samkvæmt fréttum vestanhafs eru ákærurnar á hendur R. Kelly í 13 liðum. Talsmaður söngvarans segist ekki hafa séð ákæruskjalið. „Hr. Kelly hefur haldið fram sakleysi sínu frá fyrsta degi. Ég hef ekkert séð sem gæti leitt til sakfellingar,“ hefur NBC eftir talsmanninum, Darrell Johnson.

Ákærurnar 13 eru aðeins brot af umfangsmiklu máli gegn söngvaranum sem heitir fullu nafni Robert Sylvester Kelly. Hann var handsamaður í febrúar og stefnt fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, þar af þremur undir lögaldri. Það mál er enn í gangi en R. Kelly gekk laus gegn tryggingu.

Árið 2008 var R. Kelly sýknaður fyrir að hafa nauðgað 13 ára guðdóttur sinni og tekið athæfið upp á myndband. Ekki var hægt að sakfella hann þá þar sem stúlkan sagðist ekki vera sú sem sást á upptökunni.

Síðan þá hafa fjölmiðlar á borð við BuzzFeed og New York Times fjallað ítarlega um óðelileg og ólögleg samskipti hans við ólögráða stúlkur. Í fyrra kom út heimildarmyndin Surviving R. Kelly þar sem fullyrt var að söngvarinn héldi ungum og mörgum hverjum ólögráða stúlkum föngnum og misnotaði þær kynferðislega.

AUGLÝSING


Verði R. Kelly fundinn sekur á hann margra ára fangelsi yfir höfði sér.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is