Mánudagur 26. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Sonja segist hafa náð tröllkonu á mynd í Heiðmörk: „Einhver að vernda húsið, tékka á mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sonja nokkur segist í færslu innan hins vinsæla Facebook-hóps Sannar íslenskar draugasögur hafa náð að ljósmynda tröllkonu í bústað í Heiðmörk. Hún birtir mynd af því máli sínu til stuðnings. Svo virðist sem trú á tröll sé ekki alveg dauð á Íslandi en ljóst er að tröllin hafa fallið í skuggann af vinsælli verum svo sem draugum.

Myndina má sjá hér fyrir neðan en Sonja lýsir hennar svo: „Í sumar var ég í bústað sem ég fer oft í upp í Heiðmörk og hundurinn minn var búin að láta frekar einkennilega í dágóðan tíma og var ekki líkur sjálfum sér, urraði og umlaði utan í mér og vinkonu minni sem var í heimsókn hjá mér eins og hann sæi eitthvað. Það var enþá frekar bjart þegar ég tók myndina, en ég sá grænt ljós þarna í horninu bakvið hurðaropið og ákvað að taka mynd.“

Henni brá svo þegar hún fór að skoða myndina nánar. „Svo fór vinkona mín heim og ég var ein eftir með hundinum, ekkert rafmagn þarna bara kertaljós. Ég er ekki beint myrkfælin lengur, en þegar ég er búin að læsa húsinu og skríða undir sæng ákvað ég að kikja á myndina sem ég tók og reyna contrasta og lýsa upp þetta svæði, þá sá ég þessa veru koma í ljós sem lítur út fyrir að vera einhverskonar tröllkona í rauðum kirtli með lamb í fanginu, skugginn af fótunum hennar kemur út á gólfið ef þið skoðið myndina vel. Ég fékk alveg smá hroll og var hissa að hafa náð þessu á mynd,“ segir Sonja.

Sögunni er þó ekki lokið. „Ég fór svo bara að sofa.. en vaknaði svo upp um miðja nótt að hundurinn minn var gjörsamlega trylltur að gelta og gelta fram í stofu (hann er ekki vanur að gelta mikið) hann var augljóslega að reka eitthvað í burtu og var hræddur. Daginn eftir talaði ég upphátt við veruna, fór með sage yfir allt og blessaði húsið og bauð henni að vera með á nàmskeiðinu sem ég var að halda þarna og allt varð eðlilegt eftir það,“ segir Sonja og bætir við það:

„Málið er að það var nýlega framið innbrot þarna og mér datt í hug að þetta væri einhver að vernda húsið, tékka á mér og hvort ég væri nógu góð.. annars hef ég aldrei fengið jafn mikinn áhuga á tröllum og eftir þetta atvik og það væri gaman að heyra hvað þið upplifið að þetta sé?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -