2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Sonur okkar er frjáls vegna þess að hann er saklaus“

Stjúpmóðir annars mannana sem var grunaður um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni birti yfirlýsingu á Facebook.

„Sonur okkar er frjáls vegna þess að hann er saklaus um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni,“ skrifar stjúpmóðir annars mannanna sem var í haldi lögreglu í tengslum við harmleikinn í Mehamn í Noregi, þar sem íslenskur karlmaður, Gísli Þór Þórarinsson, var skotinn til bana í lok apríl. Hann var látinn laus í byrjun maí.

Stjúpmóðir hans, Bryndís Baldursdóttir, skrifar þetta á Facebook.

„Hann var ekki á staðnum þegar það var framið og hann hringdi á hjálp um leið og hann vissi hvað hefði gerst. Hann er í losti og hefur verið beðinn um að tala ekki við fjölmiðla. Það munum við heldur ekki gera. Vinsamlega beinið hatri ykkar að þeim sem sekur er um þennan hræðilega glæp,“ skrifar hún einnig.

Hún bætir við: „Vinsamlega hringið í mig og spyrjið ef þið eigið erfitt með að skilja einhvern hluta af þessari yfirlýsingu. Í rauninni hefðuð þið getað hringt í mig hvenær sem er þessa síðustu daga og spurt.“

AUGLÝSING


Færslu Bryndísar má sjá hér fyrir neðan:

This statement is written both in icelandic and english (see below)Sonur okkar er frjáls vegna þess að hann er saklaus…

Posted by Bryndís Baldursdóttir on Mánudagur, 6. maí 2019

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is