Sonur Þórunnar tvíhandleggsbrotinn: „Frekar algengur grikkur hjá unglingum“

Deila

- Auglýsing -

„Ég reikna fastlega með því að þeir sem losuðu skrúfurnar á hjólinu hans Kolbeins Lárusar hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar þessa gjörnings geta verið,“ segir Þórunn Lárusdóttir söng- og leikkona og biðlar hún til foreldra, kennara og annarra sem hafa áhrif um að ræða við börn sín og brýna fyrir þeim hættunni sem skapast getur af því að eiga við reiðhjól.

Eitthvað sem sumum getur þótt fyndinn hrekkur, en er athæfi sem skapað getur verulega hættu og haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir þann sem notar reiðhjólið.


Sonur hennar, 13 ára gamall, er tvíhandleggsbrotinn eftir hjólaferð með vinum hans á fimmtudag. Aftara dekkið datt af hjólinu, með þeim afleiðingum að hann datt og braut handlegginn.

„Kolla mínum líður mun betur núna, þó enn sé stuðst við einhver saklaus verkjalyf. Við erum komin heim, beinin komin aftur í réttar skorður og gróa vonandi fljótt,“ segir Þórunn.

- Advertisement -

Athugasemdir