2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sonurinn fékk heilablóðfall vegna hlaupabóluvírusins

Ólöf Helga Pálsdóttir Woods móðir fjögurra ára drengs sem fékk heilablóðfall vegna hlaupabóluvírusins mælir með bólusetningum gegn hlaupabólu í færslu á Facebook.

Í færslunni sem hún birtir í hópnum Mæðra tips segir hún sögu sonar síns. „Þetta er hann Palli minn. Ótrúlega hraustur og duglegur strákur. Hann er með ótrúlega rýmisgreind og hefur verið mikill íþróttagarpur frá unga aldri. Í mars, um þremur vikum fyrir 4 ára afmælið hans, fékk hann heilablóðfall. Ástæðan var hlaupabóluvírusinn,“ segir Ólöf Helga en hann var í kjölfarið á spítala í tvær vikur og í heimahjúkrun í eina viku. Hann þurfti zovir beint í æð þrisvar sinnum á dag í eina til tvær klukkustundir.

„Ég vildi að ég hefði bólusett hann við vírusnum því þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum þetta.“

„Hreyfigetan hans fór nánast öll úr vinstri hlið líkamans en Palli er töffari og hetja og hefur hann náð sér nánast að fullu fyrir utan kippi sem hann fær í útlimi og andlit og auðvitað getur hann ekki allt sem hann gat áður en hann verður betri með hverjum deginum. Ég vildi að ég hefði bólusett hann við vírusnum því þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum þetta,“ segir Ólöf að lokum í pistlunum og vona að saga þeirra hjálpi foreldrum sem eru í vafa um hvort þeir eigi að láta bólusetja börnin sín við hlaupabólu.

Á heimasíðu landlæknis má kynna sér allt varðandi bólusetningar hér á landi.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is