Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sorg á Flateyri: Kamila lést þegar bíllinn hafnaði í sjónum í Skötufirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konan sem var í bíl sem hafnaði í sjónum í Skötufirði er í gær er látin. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Hún bjó á Flateyri ásamt ungu barni og eiginmanni en bæði eru enn á sjúkrahúsi.

Kamilla var á leið heim til sín í sóttkví en hún var nýkomin úr heimsókn til Póllands. RÚV greinir frá þessu og vitnar í tilkynningu lögreglu sem hljóðar svo:

„Áður hefur verið upplýst um alvarlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun þegar bifreið fór út af veginum í Skötufirði og hafnaði í sjónum, með þremur manneskjum um innanborðs.

Fjölskyldan sem í bílnum var, hjón með ungt barn, var flutt til frekari læknismeðferðar í Reykjavík, með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Seint í gærkveldi lést konan, á gjörgæsludeild Landspítalans. Nafn hennar er Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Eiginmaður hennar og ungt barn njóta læknisaðstoðar í Reykjavík og ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra.

Kamila og fjölskylda voru búsett á Flateyri og voru að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð.

- Auglýsing -

Lögreglan og aðrir viðbragðsaðilar votta fjölskyldu og vinum Kamilu sína dýpstu samúð.

Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni í gær fór stór hluti viðbragðsaðila í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu þeirra að lífsbjargandi aðgerðum. Á annan tug þeirra hafa dvalið, síðan í gær, í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði.

Vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í dag um hvort hægt sé að aflétta sóttkvínni“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -