Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sorgarsaga Freyju -„Erum í áfalli“-Stúlkan frá Selfossi elskaði flatkökur og íslenska náttúru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Freyja Egilsdóttir Mogensen var stúlka frá Selfossi sem elskaði flatkökur og íslenska náttúru. Síðustu vikur hennar hér á jörðu saknaði hún heimalandsins og mátti skynja að hana langaði heim. Fjölskylda Freyju er yfirbuguð af sorg af þeim fregnum að hún hafi verið myrt.

Blessuð sé minning Freyju.

Freyja ólst upp á Selfossi. Hún flutti til Árósa í Danmörku árið 1999 og bjó þar fram í andlátið. Flestir ættingjar hennar búa á Íslandi en systir hennar býr í Danmörku. Freyja tók upp samband með manninum sem hefur játað að hafa myrt hana með hryllilegum hætti.

Freyja var þýsk í móðurættina en átti íslenskan föður, Egil Egilsson, frá Króki í Biskupstungum, sem lést árið 2019. Hún talaði því reiprennandi þýsku. Áður en hún flutti til Danmerkur bjó Freyja í Frakklandi og Austurríki.

Yfirmaður Freyju, Anni Andersen, fer fögrum orðum um hana í viðtali við danska fjölmiðla. Segir hana hafa verið harðduglega og afskaplega viðkunnanlega og lífsglaða konu. Anni var ekki kunnugt um neina heimiliserfiðleika hjá Freyju, hann vissi það eitt um þau mál að hún væri fráskilin. Hvorki hann né aðra vinnufélaga Freyju hafi grunað að henni gæti verið hætta búin.

Ríflega fimmtugur sambýlismaður hennar hefur játað fyrir dönskum dómstólum að hafa orðið Freyju að bana. Það gerði hann snemma í morgun. Freyja var aðeins 43 ára að aldri er hún lést á Austur-Jótlandi. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9.30 í morgun að dönskum tíma í Árósum í Danmörku. Þar játaði hann að hafa myrt Freyju. Samkvæmt dönsku fjölmiðlum var hún kyrkt og lík hennar hlutað í sundur. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Lýst var eftir Freyju í gær eftir að ekkert hafði spurst til hennar frá því síðastliðið fimmtudagskvöld.

Frænka morðingjans, sambýlismannsins sem játað hefur á sig morð Freyju, Camilla Diana Mogensen, segir fjölskylduna í gífurlegu áfalli eftir hinn sorglega atburð. „Við erum, öll fjölskyldan, í mjög miklu áfalli,“ segir Camilla í samtali við Mannlíf.

- Auglýsing -

Freyja birti nýlega mjög fallegar myndir af Íslandi þar sem hún sagðist sakna landsins og að hana langaði heim. Aðeins eru þrjár vikur síðan. Í færslu á Instragram birti hún fallegar Íslandsmyndir með eftirfarandi skilaboðum.

„Ég elska líf mitt í Danmörku en ég sakna virkilega heimalandsins míns, fjölskyldu og vina. Dönsk náttúra er róandi en sú íslenska svo kraftmikil,“ sagði Freyja sem hafði sterka tengingu við Ísland og heimabæ sinn á Selfossi.

Þessar fallegu myndir frá Íslandi birti Freyja nýlega með skilaboðunum að hún saknaði heimalandsins.

Freyja starfaði á dvalarheimili aldraðra í Odder, á austanverðu Jótlandi. Hún lætur eftir sig tvö börn. Fyrir nokkrum árum gekk hún í gegnum mikla sorg þegar hún fæddi tvíbura en annar þeirra dó.

- Auglýsing -

Það eru aðeins tvær vikur síðan að Freyja birti af sér mynd og síðastu myndina af henni má finna hér að neðan. Þá skrifaði hún:

„Í fyrra ákvað ég að fylgja hjarta mínu, eðlishvöt og þrám. Að lifa í núinu. Í þeim anda fór ég að skokka í litlum skógi. Upp og niður forugar brekkur. Frábært! Síðan er það ískaldur kaffidrykkur, heit sturta og hvað sem dagurinn býður upp á.“

Þetta er síðasta myndin sem Freyja birti og hér fór hún sína síðustu skokkferð.

Danska lögreglan lýsti eftir Freyju í gær. Ekkert hafði þá spurst til hennar frá því á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Þá hvarf hún eftir vinnu. Danska lögreglan sendi svo frá sér tilkynningu í morgun og þar kom fram að lík Freyju væri fundið.

Það er augljóst að Freyja bar sterkar taugar til Íslands, það má bæði sjá af myndum hennar og skrifum. Hún birti til að mynda færslu í tilefni þess að Hildur Guðnadóttir tónskáld vann til Golden Globe verðlaunanna. Þá sagði Freyja:

„Ég upplifi stund heimþrár. Ég sá endursýningu af Golden Globe verðlaununum. Þegar ég heyrði skyndilega mína æskutungu (íslensku) talaða brast ég í grát. Hildur Guðnadóttir vann. Ég hef ekki hugmynd hver hún er en ég er svo stolt af henni.“

Síðasta sumar birti Freyja færslu í ljósi fallegs sumar og ritaði þá kveðjur til elskunnar sinnar, sem gera má ráð fyrir að sé sambýlismaðurinn sem síðar varð henni að bana. Þar sagði Freyja við mynd sem hún birti af garðborði á fallegum degi þar sem léttvínsglasi og flösku hafði verið stillt upp:

„Splunkunýtt sumar. Ég tók frá fyrir þig sæti, ástin mín.“

Freyja starfaði á dvalarheimili aldraðra í Odder, á austanverðu Jótlandi. Talið var að hún hefði mögulega farið með lest á föstudagsmorgninum. Vinnuveitenda hennar barst SMS-skeyti á laugardeginum úr síma Freyju þar sem hún boðaði veikindi frá vinnu.
Síðan heyrði enginn frá henni.

Eins og gefur að skilja er fjölskylda Freyju hér á landi yfirbuguð af sorg vegna tíðindanna af fráfalli Freyju. Hún á þrjár systur: Dísu Maríu, Ásthildi og Sólrúnu. Móðir þeirra er Bóthildur Hauksdóttir en faðir þeirra, Egill Egilsson, lést 21. ágúst 2019.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -