Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sorgarsaga Kristjáns Viðars: Pyntingar í 1522 daga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var árið 1974 að þeir Guðmundur og Geirfinnur hverfa, sá fyrrnefndi í janúar og síðarnefndi í nóvember. Sennilega frægustu sakamál Íslandssögunnar.

Þrátt fyrir að málið sé tæplega hálfrar aldar gamalt er þjóðin enn upptekin af því, enda hafa hvorugur mannana né líkamsleifar þeirra fundist.

Fljótlega voru sex ungmenni bendluð við hvörf mannana. Einn þeirra var Kristján Viðar Júlíusson sem lést 7. mars sl., 65 ára að aldri.  Við fráfall sitt stóð hann í málaferlum við íslenska ríkið sem hann krafði um rúma 1,4 milljarð króna í bætur vegna ó­réttar, tjóns og miska sem hann varð fyrir.

Átakanleg æska

Saga Kristjáns er að mörgu leiti afar átakanleg. Hann átti erfiða æsku en faðir hans fórst með togaranum Júlí árið 1959 þegar Kristján var aðeins fjögurra ára gamall. Í viðtali við starfshóp innanríkisráðuneytisins, sem tekið var 2012, sagðist hann hafa kennt sjálfum sér um dauða föður síns. Samskipti hans við fósturföður sinn voru afar erfið.

Líf Kristjáns Viðar ein­kennd­ist fljótt af óhóflegri áfengis og vímu­efna. Aðeins 11 ára mun hann hafa byrjað að sniffa þynni og bens­ín til að „upp­lifa of­skynj­an­ir.“ Hann var rek­inn úr skóla í fyrsta bekk Gagn­fræðaskóla Aust­ur­bæj­ar.

- Auglýsing -

Í geðrann­sókn sem gerð var á hon­um 1976, seg­ir að Kristján Viðar hafi frá 17 ára aldri verið í mik­illi neyslu og aflað sér tekna með af­brot­um.

Hann var aðeins tví­tug­ur að aldri þegar grun­ur féll á hann vegna hvarfs Guðmund­ar og Geirfinns.  Kristján Viðar var þá í afplánun á Litla-Hrauni á 6 mánaða fangelsisrefsingu fyrir þjófnað og nytjastuld. Hann var síðan fluttur í Síðumúlafangelsið 23. desember 1975 og yfirheyrður vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar.

Látinn skríða á fjórum fótum

- Auglýsing -

Kristján Viðar var settur í gæsluvarðhald sem stóð yfir í 1522 daga. Af þeim tíma sat hann í einangrun í 503 daga en fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að einangrun í þetta langan tíma hefur afar slæm áhrif á andlega svo og líkamlega heilsu fanga.

Við komuna í Síðumúlafangelsið hófst það sem mætti kalla afar neikvæð viðhorf yfirvalda til Kristjáns Viðars. Strax í upphafi mynduðu fangaverðir og lögreglumenn hring og hrintu honum á milli sín í 10-15 mínútur. Annað dæmi er að þegar Kristján Viðar hafði verið tæp tvö ár í gæsluvarðhaldi lést móðir hans en honum var ekki sagt frá því frá því fyrr en viku síðar.

Kristján Viðar svipt­ur svefni í Síðumúlafang­elsi. Barið var á klefa­h­urðina hans í tíma og ótíma og ýtt við hon­um ef hann sofnaði. Þá sagðist hann hafa verið lát­inn skríða á fjór­um fót­um á sal­erni í fang­els­inu og hon­um jafn­vel ekki leyft að ljúka sér af áður en hann var rek­inn til baka í klef­ann. Við leit í klefa hans var Kristján Viðar lát­inn af­klæðast og bíða nak­inn í öðrum klefa.

All­ar þess­ar aðgerðir áleit Kristján Viðar vera pynt­ing­araðferðir til þess gerðar að brjóta hann niður. Hann sagði starfs­hópn­um í viðtal­inu að hon­um hafi liðið mjög illa í Síðumúla. Hann hafi verið ruglaður á þess­um tíma og ekki getað gert grein­ar­mun á því sem var raun­veru­legt og óraun­veru­legt.

Árið 1980 fékk Kristján Viðar fangelsisdóm upp á 16 ár fyrir aðdild að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar og afplánaði 7 ár og 5 mánuði.

Efinn eykst

Alltaf þótti sumum dómurinn yfir unga fólkinu vafasamur og hækkuðu þær raddir eftir því sem árin liðu. Eftir því sem frekar kom í ljós hvernig staðið hafði verið að yfirheyrslum og rannsókn lögreglu, hækkuðu þær raddir sem kröfðust þess að málið yrði tekið upp að nýju.

Árið 2018 sýknaði hæstiréttur sakborninga af öllum ákæruliðum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þegar málið var tekið upp að nýju. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem skipaði starfshóp til að fara yfir málið, óskaði aðstandendum, Hæstarétti og þjóðinni allri til hamingju með þessa niðurstöðu

Bótakrafa Kristjáns Viðar byggir á að hann hafi var talinn sekur maður að ósekju í tæp 40 ár auk þess að hafa setið í fangelsi, saklaus maðurinn, í ríflega 7 ár.

Ríkið er einnig sagt hafa bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var um málið árið 1977.

Kristján Viðar fékk greiddar bætur upp á 204 milljónir í lok janúar úr ríkissjóði á grundvelli laga um bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar. Upphafleg krafa hanns var upp á 1,6 milljarð króna og við fráfall hans er krafan um mismuninn fyrir Landsrétti.  Kristján Viðar átti börn og munu þau erfa bótaféð. Málið verður klárað þrátt fyrir lát Kristjáns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -