Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Sósíalistar efstir en Sjallar neðstir: „Segja að leigjendur séu of lítill hópur til að skipta máli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér á eftir fer einkunnagjöf Leigjendasamtakanna á stefnu flokkanna í málefnum Leigjenda.

Formaður Leigjendasamtakanna hefur stigið tímabundið til hliðar í ljósi framboðs síns fyrir Sósíalistaflokkinn.

Varaformaður samtakanna tók því við sem starfandi formaður og leiddi samtölin við flokkana.

Þessi einkunnagjöf er unnin af starfandi formanni og stjórn Leigjendasamtakanna með það að markmiði að upplýsa þá leigjendur sem við náum til um stefnu flokkanna í okkar málum.

1. sæti – Sósíalistaflokkur Íslands

Sanna Magdalena borgarfulltrúi sósíalista.

Við viljum vera hrein og bein með það að formaður Leigjendasamtakanna er í framboði fyrir Sósíalista, og við þekkjum hann auðvitað vel. Við teljum að leigjendur geti ekki fengið betri baráttumann en hann inn á þing. Flokkurinn styður kröfur Leigjendasamtakanna um kostnaðartengingu leigu og endurskoðun á húsaleigubótakerfinu.

- Auglýsing -

Það sem skilur Sósíalista frá öðrum er vilji þeirra til að byggja á félagslegum grunni – að taka utan um okkar fátækasta fólk sem hefur verið á vergangi frá hruninu. Ætla að koma böndum á Airbnb og stuðla að nýtingu tóms íbúðarhúsnæðis. Við sjáum enga ástæðu til að efast um framkvæmdarvilja Sósíalista og trúum að þeir muni sannarlega berjast fyrir leigjendur og fasteignaeigendur – enda hafa þeir ekki enn komist til valda og því aldrei svikið sín loforð.

2. sæti – Flokkur fólksins

Inga Sæland
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins

Það er ekki mikið sem skilur á milli efstu tveggja flokka hjá okkur. Flokkur fólksins hefur lýst yfir stuðningi við viðmiðunarverð á leigu og breytingar á leigubótakerfinu. Þau hafa lagt til nýtt húsnæðislánakerfi sem svipar til gamla verkamannabústaðakerfisins, sem okkur líst vel á.

- Auglýsing -

Við berum mikið traust til Ragnars Þórs, sem hefur leitt húsnæðisstefnu flokksins. Alveg eins og með Sósíalista, sjáum við enga ástæðu til að efast um vilja Flokks fólksins til verka – við höfum dæmi um störf Ragnars Þórs í þágu húsnæðismarkaðarins á Íslandi.

3. sæti – Samfylkingin

Koma Kristrúnar í formannsstól Samfylkingar hefur skilað sér vel.

Við hittum húsnæðishóp Samfylkingarinnar í ágúst og náðum að koma á framfæri ákveðnum málum, eins og einingarhúsunum.

Sú stefna kom fram þegar fulltrúi okkar benti á að Alþingi bæri lokaábyrgð og ætti að geta sett lög, flutt inn einingarhús og reist á stuttum tíma til að bregðast við bráðavanda.

Ætla að koma böndum á Airbnb og stuðla að nýtingu tóms íbúðarhúsnæðis.

Vilja breyta vannýttu iðnaðarhúsnæði í góðar íbúðir.

Eru sammála okkur um skaðsemi fjárfesta á húsnæðismarkaði.

Skrefin sem þau vilja taka eru ekki nógu öflug; að segjast vilja taka á aðkomu fjárfesta en taka ekki á því að 1 af hverjum 4 heimilum er undir sjálfsvald leigusala er stefna sem er dæmd til að mistakast. Jóhann Páll hefur lýst yfir vilja til að skoða kostnaðartengingu leigu. Þó við teljum trúverðugleika þeirra nokkuð góðan, getum við ekki horft framhjá aðgerðarleysi í húsnæðismálum í Reykjavík, þar sem húsnæðisverð hefur tífaldast frá aldamótum. Ríkisstjórn Íslands ber þó höfuðábyrgð á þessari þróun.

4. sæti – Píratar

Lenya Rún Taha Ka­rim. Mynd/skjáskot. Stúdentablaðið.

Nálægt Samfylkingunni í flestum málum; hafa tekið upp hugmyndir eftir fund okkar með þeim.

Ætla að koma böndum á Airbnb og stuðla að nýtingu tóms íbúðarhúsnæðis.

Vilja skoða kostnaðartengingu leigu, en ekki er einhugur meðal frambjóðenda.

Vilja laga málin í ríkisstjórn en hafa staðið sig illa í borginni, eins og aðrir flokkar. Húsnæðisverð hefur hækkað tvöfalt á við laun undir þeirra stjórn.

5. sæti – Vinstri græn (VG)

Svandís Svavarsdóttir.

Vilja stefna að félagslegri uppbyggingu, sem sárvantar á íslenskan leigumarkað.

Hugmyndir þeirra eru jákvæðar en skorta metnað miðað við efstu flokkana.

Vilja byggja 1.500 félagslegar íbúðir, sem er aðeins dropi í hafið miðað við þörfina. Vilja setja þrengri skorður á Airbnb, en ekki eins skýrt og efstu flokkarnir.

Tala ekki fyrir tómthússkatti eða öðrum afgerandi lausnum. Tillögur eins og sérstakar vaxtabætur eru góðar en aðeins plástrar.

Vilja leigubremsu strax, sem við höfum gagnrýnt þar sem hún myndi frysta núverandi óréttlæti á leigumarkaði. Hafa tekið vel í hugmyndir okkar en vilja ekki taka upp kostnaðartengingu leigu. Vísa í grænbók um húsnæðismál, sem lofar mörgu en skortir sértækar aðgerðir og samþykkir stöðnuð eða minnkandi framlög til húsnæðismála næstu árin.

6. sæti – Viðreisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Sjá nauðsyn þess að uppfylla alþjóðasamninga um félagsleg réttindi. Vilji til að regluvæða leigumarkaðinn betur.

Eru alfarið á móti verðstýringu á leigumarkaði, þrátt fyrir sýnda skaðsemi óheftrar græðgi.

Teljum líklegt að þeir standi gegn verðstýringu, en vonum að þeir bæti hag þeirra verst stöddu. Úrræðaleysi í Reykjavík stendur þeim fyrir þrifum.

7. sæti – Framsóknarflokkurinn

Sigurður Ingi.

Þrátt fyrir langa stjórn húsnæðismála, trúum við að vilji til góðra verka sé enn til staðar. Ágúst Bjarni Garðarsson hefur sýnt mikinn vilja og reynslu í samtali okkar.

Stefna þeirra í húsnæðismálum er óljós; virðast halda að „allt sé að koma“ og sjá ekki gríðarlegan vanda á húsnæðismarkaðnum. Ágúst Bjarni vill skoða kostnaðartengingu leigu, sem færir þeim 7. sætið.

8. sæti – Miðflokkurinn

Sigmundur Davíð leiðir Miðflokkinn -Mynd: Miðflokkurinn

Hittum Bergþór Ólafsson og áttum gott samtal.

Eru á móti núverandi leiguliðastefnu, sem hefur skilað 1 af hverjum 4 íbúðum á leigumarkað. Engar lausnir í boði og ekki minnst á leigjendur.

Botnsætið – Sjálfstæðisflokkur Íslands

Bjarni Benediktsson.

Telja að leigjendur séu of lítill hópur til að skipta máli. Sjá ekki að stefna þeirra hafi leitt til stærsta kjósendahóps landsins – 52.288 leigjenda.

Eru mótfallnir félagslegu húsnæði þrátt fyrir alþjóðasamninga og lágt hlutfall slíks húsnæðis hér miðað við Evrópu.

Að lokum:

Við vonum að þessi samantekt hjálpi leigjendum að taka upplýsta ákvörðun um hvaða flokka þeir vilja kjósa í komandi kosningum. Við hvetjum kjósendur til að spyrja sína flokka út í afstöðu þeirra um húsnæðismál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -