Einn vinsælasti rithöfundur Íslendinga, Stefán Máni, er bálreiður yfir því að fyrirliðum landsliðanna er keppa á HM 2022 í Katar, megi ekki bera borða á búning sínum til að vekja athygli á fordómum gagnvart hinsegin fólki.
Skrifar:
„Að banna fyrirliðum að lýsa yfir stuðningi við hinsegin fólk er ekki bara illska og ógeðslegur undirlægjuháttur heldur fyrst og fremst vatn á myllu þeirra sem hata hinsegin fólk og vill helst berja það, svívirða og drepa. Djöfulsins heitasta helvíti.“
Fréttir bárust af því skömmu fyrir mót að mótshaldarar leggðu bann við notkun hvers kyns stuðningsyfirlýsinga við minnihlutahópa á búning sínum á meðan mótið fer fram.
Bjuggust margir við að þarna myndu mætast stálin stinn – en landsliðin lúffuðu fyrir hótunum gestgjafanna í Katar, enda möguleg fangelsisvist sem bíður þeirra er brjóta bannið.