Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Sótt er að fjölmiðla- og tjáningarfrelsi af meiri hörku en áður – Morðum á fjölmiðlafólki fjölgar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kemur fram í skýrslu alþjóðasamtaka blaðamanna, IFJ, að flestir blaða- og fréttamenn voru drepnir í Úkraínu, eða 12, sérstaklega í upphafi innrásarstríðs Rússa í landinu. Aðeins færri, eða 11, hafa verið myrtir í Mexíkó.

Vil IFJ ítreka ákall sitt um að alþjóðasamfélagið, með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar, grípi tafarlaust til aðgerða sem miða að því að tryggja öryggi fjölmiðlafólks í störfum sínum um allan heim.

Drápum á blaða- og fréttafólki hefur fækkað síðustu ár og er þessi mikla fjölgun nú því óvænt og hörmulegt bakslag; sem stríðið í Úkraínu skýrir aðeins að hluta til.

Í það heila voru blaðamenn drepnir í 21 landi á þessu ári; nú sem fyrr eru morðin flest í Rómönsku Ameríku, alls 29, og eitt árið enn er það Mexíkó er mest áberandi; þar í landi hafa átök glæpagengja – ýmist innbyrðis eða við lögreglu og her – kostað líf og limi hjá tugum blaða- og fréttamanna undanfarin ár.

Ástandið er ekkert skárra á Haítí, því sex blaðamenn hafa verið myrtir í átökunum sem þar ríkja.

Segja má með sanni að sótt sé fjölmiðlafrelsi með ofsóknum á hendur fjölmiðlafólki víða um veröld; en ekki aðeins líf blaðamanna sem er í hættu, heldur sjálft frelsið líka.

- Auglýsing -

Sótt er að fjölmiðla- og tjáningarfrelsi af meiri hörku en áður í Kína og Hong Kong, Rússlandi og Hvíta Rússlandi, Egyptalandi og Tyrklandi og svo einhver dæmi séu nefnd.

Allt í allt eru að minnsta kosti 375 blaða- og fréttamenn sem og annað fjölmiðlafólk í fangelsi um þessar mundir; flestir í Kína og Hong Kong, eða samtals 84 blaða- og fréttamenn. í Tyrklandi eru 34, í Íran 33, í Hvíta Rússlandi 29 og í Rússlandi sem og á Krímskaga, sem Rússarráða yfir 23, í Egyptalandi eru þeir 11 og í Sádi Arabíu, tíu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -