Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sóttkví afnumin og skólaböll leyfð: Ný reglugerð um samkomutakmarkanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á miðnætti tók við ný reglugerð um samkomutakmarkanir, nú mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra felld niður. Engin takmörkun er á fjölda fólks í verslunum og má nú halda þúsund manna sitjandi viðburði, þó með áframhaldandi grímuskyldu. Þá má einnig hafa hlé á viðburðum og bjóða upp á veitingar.

Opnunartími staða með vínveitingaleyfi lengist um eina klukkustund eða fram á miðnætti.

Skólaböll eru nú leyfð á ný án nokkura takmarkana. Auk þessa er sóttkví alfarið afnumin og eru því tæplega 10 þúsund manns sem losnuðu á miðnætti. Fólk sem er útsett smiti er þó hvatt til að fara áfram varlega og gæti að persónulegum sóttvörnum.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega nú taka á móti gestum með fullum afköstum og íþróttakeppnir og æfingar mega fara fram í 200 manna hólfum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -