Föstudagur 20. september, 2024
9.9 C
Reykjavik

Spá afar litlum hagvexti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkuð hefur dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði síðustu mánuðina og hefur eftirspurn eftir vinnuafli minnkað að mati hagfræðideildar Landsbankans, en það er RÚV sem greindi fyrst frá.

Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans – Una Jónsdóttir – segir að hátt vaxtastig hafi áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi:

„Stýrivextirnir eru alveg ábyggilega farnir að hafa veruleg áhrif. Það er að hægja á af því að við höfum búið við hátt vaxtastig og í dágóðan tíma.“

Hagstofan birti nýverið þjóðhagsspá þar sem gert er ráð fyrir auknu atvinnuleysi; aukist á milli ára; verði 4,2 prósent að meðaltali samanborið við 3,4 prósent á síðasta ári.

Segir Una stjórnendur fyrirtækja kvarta síður undan skorti á vinnuafli; sem að hennar mati bendi til þess að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði, en þó eigi þannig að atvinnuleysi muni aukast mjög mikið:

„Við spáum að það verði eðlileg árstíðasveifla í atvinnuleysinu. Almennt er atvinnuleysi núna aðeins meira en það var á sama tíma í fyrra af því það hefur aðeins hægt á. Atvinnuleysi er alltaf minna á sumrin en eykst lítillega með haustinu og við gerum ráð fyrir sömu þróun. Það er bara aðeins rólegra yfir og það er í takt við efnahagslífið almennt þessa stundina; við spáum því að hagvöxtur verði afar lítill í ár. Örugglega bara innan við eitt prósent sem er veruleg breyting frá fyrri árum,“ sagði Una að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -