• Orðrómur

Spáir fyrir um sameiningu Framsóknar og Miðflokksins

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðni Ágústsson er sannfærður um að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn sameinist á nýjan leik.

„Ég á mér þann draum og sá tími kemur að Miðflokksáin rennur aftur í sinn gamla farveg,“ segir Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.

Guðni er í viðtali í Fréttablaðinu í dag þar sem hann ræðir meðal annars áhorf tugþúsunda á nýlega ræðu hans á Facebook og draum sinn um að Framsóknarflokkurinn og Miðflokurinn sameinist. „Lilja Dögg Alfreðsdóttir er stjarna,“ segir hann um mennta- og menningamálaráðherra. „Hún er vonarstjarna okkar og þá verður þetta einn og stór og sterkur Framsóknarflokkur á nýjan leik. Og heldur áfram að gera Ísland þekkt.“

Spurður hvort hann telji ekki vera óbrúanlega gjá þarna á milli segist Guðni nú ekki telja það. Formenn flokkanna tveggja sjái þetta líka og viti að einn dag þurfi þeir að grafa stríðsöxina. „Þetta sjá allir sem vilja sjá, hæfileikamenn, bæði Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð. Þeir vita að einn daginn þurfa menn að takast í hendur. Alveg eins og Framsóknarflokkurinn sættist við Jónas frá Hriflu og kallaði hann til sín á stórafmæli þá er þessi tími fram undan að þetta mun gerast og þeir njóta meiri sæmdar fyrir,“ segir Guðni í samtali við Fréttablaðið.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -