Sprengjuhótanir út um allan bæ – Ódámurinn er staddur erlendis

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögreglan segir í nýrri tilkynningu að sprengjuhótanir hafi borist í þrjár aðrar stofnanir auk Menntaskólans við Hamrahlíð. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þeim. Lögregla hefur gripið til aðgerða hjá þessum samtals fjórum stofnunum.

Í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag kom fram að lögregla veit hver stendur að baki þessum hótunum. Hann hafi áður haft í hótunum sem þessum en sé staddur erlendis.

„Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -