Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sprungur á húsi Ellenar og Eyþórs eftir stóra skjálftann -MYNDBAND- „Vá, þetta eru miklar skemmdir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimili Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar tónlistarfólks er mikið skemmt eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir í morgun. Sá mældist 5.7.

Eyþór birti eftifarandi myndband á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má hinar miklu skemmdir sem urðu á heimili hjónanna. Sprunga liggur eftir endilöngu gólfinu og útlit fyrir að sprungur hafi líka orðið á útveggjum. Með myndbandinu segir Eyþór:

„Sprunga í gólfi og upp í vegg eftir jarðskjálftann kl. 10:05.“

Stór jarðskjálfti varð í morgun í nágrenni við fjallið Keili á Reykjanesi. Hús hristust og ljóst að þetta var stærri skjálfti en gengur og gerist. Mældist hann 5.7 að stærð og var fátt annað rætt á samfélagsmiðlum í dag. Nokkrir eftirskjálftar hafa komið kjölfarið, missterkir. Skjálftarnir eru samtals 16 sem voru stærri en 3. Skjálftinn stóri, sem og hinir, fundust víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölmörgum er brugið við myndband tónlistarhjónanna og lýsa yfir stuðningi í athugasemdum á síðu Eyþórs. Svölu Rós Loftsdóttur er mjög brugðið. „Vá þetta eru miklar skemmdir,“ segir Svala.

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tjáir sig líka undir færsluna og birtir þar skýringarmyndband hér að neðan frá Loga Einarssyni, formanni flokksins, á skemmdunum. Helga Vala segir:

„Skilaboð frá Loga arkitekt til ykkar elsku vinir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -