Laugardagur 25. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Staðan á Seyðisfirði verður endurmetin eftir helgi: „Við erum ekki að taka neina áhættu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hættustigi var lýst yfir í gær á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum en von er á mikilli úrkomu á svæðinu.

Ákvörðunin var tekin í samráði milli ríkislögreglustjóra og lögreglustjórann á Austurlandi.
Unnið var að því að opna fjöldahjálparstöð í Herðubreið sem er opin öllum íbúum svæðisins.

Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings sagði í viðtali við Mbl að miklu máli skipti að fólk vissi að engar áhættur yrðu teknar.

„Það sem skipt­ir máli er að fólk sé meðvitað um það að við erum ekki að taka neina áhættu, það er rýmt frek­ar fyrr en seinna,“

Stefnt er að því að endurmeta stöðuna eftir næstu helgi og sérfræðingar komi til með að fara yfir málin með íbúum. Þangað til verði engin áhætta tekin.

„Á meðan það er ein­hver óvissa þá erum við ekk­ert að taka neina áhættu,“ sagði Björn sveitastjóri.

- Auglýsing -

Fleiri mælar séu á svæðinu en áður og eru mælingarnar því orðnar nákvæmari. Ekki sé komin reynsla á það hvenær þurfi að rýma svæðið og hvenær ekki.

„Síðan skul­um við ætla að reynsl­an leiði í ljós hvenær þess þurfi og hvenær ekki í framtíðinni.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -