Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Standa ennþá í samningaviðræðum við flugvélaleigusala, færsluhirði og Boeing

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samningaviðræður Icelandair Group við nokkra kröfuhafa standa enn yfir en félagið hefur fengið jákvæð viðbörgð frá meirihluta kröfuhafa. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group um stöðu fjárhagslegrar endurskipulagningar.

Í tilkynningunni er ítrekað að samkomulag við helstu hagaðila Icelandair Group sé forsenda þess að félagið geti hafið fyrirhugað hlutafjárútboð og lokið við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Viðræður hafa staðið yfir undanfarnar vikur og félagið stefndi að því að samkomulag við helstu aðila lægi fyrir í dag, 29. júní.

Í tilkynningu Icelandair segir að félagið hefur nú þegar náð góðum árangri í viðræðum við marga kröfuhafa.

Félagið vinnur nú með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum við útfærslu ríkisábyrgðar á láni til félagsins. Lánafyrirgreiðsla íslenskra stjórnvalda verður þó meðal annars háð samkomulagi við kröfuhafa og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár segir í tilkynningu félagsins.

Samið við Boeing um frekari bætur 

„Icelandair Group hefur fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með félaginu í gegnum það ferli sem nú stendur yfir. Samningaviðræður við nokkra lykilaðila standa aftur á móti enn yfir. Á meðal þeirra eru flugvélaleigusalar og færsluhirðir. Félagið á jafnframt enn í samningaviðræðum við Boeing um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og afhendingar véla sem enn eru útistandandi samkvæmt samningi. Samningaviðræður við þessa aðila hafa þokast áfram á undanförnum vikum og gætu skilað niðurstöðu á næstu dögum haldi viðræðurnar áfram á uppbyggilegum nótum.“

- Auglýsing -

Í tilkynningu Icelandair segir að með því að ljúka samkomulagi við fyrrnefnda aðila í júlímánuði mun Icelandair Group hefja hlutafjárútboð í ágúst.

Ef samningaviðræður skila hins vegar ekki tilætluðum árangri mun félagið þurfa að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu án aðkomu íslenskra stjórnvalda. „Slíkt ferli gæti tekið allt að tólf mánuði og á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjármögnunaraðila félagsins.“

Samkvæmt tilkynningunni er handbært fé Icelandair Group er nú um 150 milljónir Bandaríkjadala (tæplega 21 milljarður íslenskra króna), sem er umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað miðað við núverandi aðstæður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -