Sunnudagur 4. desember, 2022
1.8 C
Reykjavik

Starf útfararstjórans er ómissandi – Viðkvæmt mál ef rangur aðili er lagður í kistuna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þegar staðið er frammi fyrir andláti náins ættingja eða ástvinar ber að huga að ýmsum ákvarðanatökum er varðar útförina. Kostnaður hennar getur hlaupið á háum upphæðum og spurningar hafa vaknað er varðar kostnaðarliði útfara. 

Íslenskir skattgreiðendur greiða að hluta til fyrir þennan kostnað með kirkjusjóðsgjaldi og má þar nefna legstað í kirkjugarði og bálför. Starf prestsins var innifalið en það var afnumið  fyrir tveimur árum síðan. Einhver verkalýðsfélög greiða dánarbætur til maka og aðstandanda sem standa strauminn af kostnaði útfararinnar.  Ef neyðin er mikil grípur sveitarfélagið inn í og greiðir hluta kostnaðar að því er nemur 250 þúsund krónur.

Í nýjasta blaði Mannlífs er ítarlega farið yfir kostnað jarðarfara.

Hér er brot úr greininni:

Óþörf útfararþjónusta?

Flestir hafa séð lík í kvikmyndum, farið í kistulagningu nákomins ættingja eða aðstandanda. Að frátöldu heilbrigðisfólki vita fæstir raunverulega hvernig lík lítur út. Mikilvægt er að koma hinum látna sem fyrst í kælingu en eftir andlát byrjar rotnunin, húðin blánar, augun sökkva og munnurinn gapir. Eins er það algengt að líkamsvessar og vökvar fari að leka frá líkinu úr öllum helstu opum, sem óreyndir kunna illa við og á. Ganga þarf frá líkinu á viðeigandi hátt, bera á það smyrsl til að forðast útblástur og koma í veg fyrir önnur einkenni rotnunar. Jafnvel getur það gerst eftir kistulagningu að allt innvols og klæðnaður í kistunni rennblotnar.

- Auglýsing -

Á líkhúsinu er hinn látni merktur með nafni og strikamerki enda er það mjög viðkvæmt mál ef rangur aðili er lagður í kistuna. 

Dæmi hefur heyrst af fólki sem taldi útfarastjórann óþarfan og vildu sniðganga útfararþjónustuna til að spara kostnað. Þrennt mætti með hinn látna á sendiferðabíl í líkhúsið. Burðurinn frá bílnum gekk brösulega þar sem ekki voru líkbörur. Fólkið ætlaði svo sjálft að snyrta og klæða. 

Ekki gekk það betur en svo en innan skamms voru til þrír starfsmenn kirkjunnar mættir til að hjálpa – sitt sýnist hverjum en ætla má að starfsmenn kirkjunnar hafi ekki fundist að nokkur aðstandandi ætti að standa í slíku.

- Auglýsing -

Aðkoman að hinum látna getur verið mismunandi og hafa flestir heyrt sögur um einstæðinginn sem legið hafði einn dögum og jafnvel vikum saman. Þangað til lyktin kom upp um afdrif hans.  

Starf útfararstjóra er víðtækt og ber þess að geta að þeim ber að fjarlægja og passa að ekki séu lagðir aðskotahlutir sem geta valdið sprengingu eða óþarfa mengun. Vert er þar að nefna að hafi hinn látni hjartagangráð þá er verk útfarastjóra að tryggja að hann sé fjarlægður.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni í nýjasta blaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -