Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Starfsmaður íþróttahúss á að hafa slegið 9 ára dreng – „Mamma. Hann lamdi mig. Hann er fullorðinn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Starfsmaður íþróttahúss Holtaskóla í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára gamlan nemanda skólans í vor. Móðir drengsins, Kristín Helga Magnúsdóttir, segir að hún sjálf, skólinn og kerfið hafi brugðist syni hennar eftir að starfsmanninum sé leyft að halda áfram starfi sínu án afleiðinga. Drengurinn er hræddur við að fara í íþróttir í skólanum. 

Mistök urðu til þess að starfsmaðurinn var ekki kærður fyrir verknaðinn. Því heldur Kristín Helga fram í færslu sinni á Facebook og hefur hún áhyggjur af þeim fjölda barna sem sækja þurfi íþróttir í skólanum í vetur. Vísir greindi frá. „Hann var sleginn í framan af starfsmanni, fullorðnum manni. Starfsmaðurinn hringdi í mig og sagðist hafa „aðeins gripið í hann“. Hann var ekki að hringja til að biðjst afsökunar. Seinna heyrði ég sannleikann. Að hann hafi slegið son minn utanundir og það sæist á honum. Sár og mar á kinn,“ segir Kristín Helga.

Móðir drengsins unga segir að heimurinn hafi skyndilega brotnað saman vegna tíðindanna. „Hver slær 9 ára gamalt barn utanundir fyrir fíflalæti í klefa eftir íþróttir? Það er ekkert sem réttlætir það að vera fullorðinn og leggja hendur á barn. Ábyrgðin er ekki hjá barninu. Stuttu seinna horfir hann á mig og segir „mamma. Hann lamdi mig. Hann er furllorðinn! Og hann bara lamdi mig“. Það er ekkert eðlilegt við þetta.“

Að sögn Kristínar Helgu var starfsmaður íþróttahússins vikinn tímabundið úr starfi í vor á meðan málið var rannsakað. Nú í haust er viðkomandi aftur snúinn til starfa eftir að hafa hlotið áminningu í starfi. „Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst. Stungið var upp á því að lausnin væri að við færum á fund með þessum manni og hann myndi biðjast afsökunar og allt yrði í góðu. Ég var beðin um að láta barnið mitt í aðstæður með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi,“ segir Kristín Helga og bætir við:

„Ég varð orðlaus. Mér fannst ég hafa brugðist barninu mínu. Mér fannst skólinn og forstöðumaður hafa brugðist barninu mínu.“

Kristín Helga hefur hafnað því að sonur hennar fari í íþróttir í skólanum og bjóða honum þannig að rekast á viðkomandi starfsmann. Hún vill vara alla foreldra við. „Ég skrifa þetta sem móðir 9 ára drengs sem er hræddur í dag að fara í íþróttir þar sem hann gæti mögulega rekist á þennan mann. Ég skrifa þetta því það eru hundruði barna á suðurnesjum sem sækja þetta íþróttahúss og innan veggja þess er maður sem hefur enga stjór á skapi sínu og slær börn utan undir ef þau láta ekki nógu vel. Maður spyr sig hvort hann ætti að starfa með börnum?,“ segir Kristín Helga.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -