Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.1 C
Reykjavik

Starfsmaður skólabúða rekinn fyrir að kenna börnum sjálfsvíg og ofbeldi: „Við erum miður okkar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Við erum miður okkar yfir því að þetta mál, og þetta atvik, kom upp,“ sagði Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, í samtali við Ríkisútvarpið um ofbeldismálið sem upp kom í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði.

Tólf ára skólabörn úr Kópavogi voru í skólabúðunum fyrir rúmri viku. Starfsmaður Ungmennafélagsins í búðunum leiðbeindi þeim í smáatriðum um það hvernig væri hægt að fyrirfara sér með hengingu. Í frétt Ríkisútvarpsins er svo að skilja að maðurinn hafi sjálfur verið í ákveðnum sálarháska og hann hafi verið að sækjast eftir samúð barnanna með lýsingum sínum og þá væntanlega undirliggjandi dauðaóskum sínum.  Hann lét einnig börnin beita hvert annað ofbeldi samkvæmt sömu frétt.

Maðurinn hefur verið rekinn úr starfi sínu vegna málsins sem er litið alvarlegum augum innan Ungmennafélags Íslands. Framkvæmdastjórinn segir það vera áfall fyrir félagið.

„En það eru alls ekki okkar stærstu áhyggjur í augnabliku, þær lúta að því að það fái allir þá aðstoð sem þeir þurfa í þessu máli. Allir sem að koma að málinu,“ segir Auður við RÚV.

Börnunum og foreldrum þeirra hefur verið boðin aðstoð. RÚV upplýsir að foreldrarnir hafi ekki tekið ákvörðun um hvort málið verður kært til yfirvalda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -