Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Starri kemur sorg sinni aldrei í orð: „Vinur minn dó af mínum völdum í höndunum á mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Starri Hauksson missti vin sinn og skólabróður í hræðilegu slysi. Slysi sem hann telur sig hafa orðið valdur að með þeim afleiðingum að vinurinn lést í höndunum á honum. Þrátt fyrir að 32 ár séu liðin er það fyrst núna sem Starri getur mætt þessum degi án þess að deyfa sig.

Frá þessari sorglegu reynslu segir Starri í færslu á Facebook og þar er hann með mikilvæg skilaboð til allra þeirra sem lenda í áföllum:  „Ekki bíða í 32 ár, það sökkar svo feitt og skemmir svo mikið,“ segir Starri.

Starri var um tíma rekstaraðili Gauksins auk þess að vera leikritskáld. Svona hljóðar frásögn hans af hinum örlagaríka degi er vinur hans lést:

„Þann 27 janúar um þetta leiti, fyrir 32 árum síðan trúði ég því að lífinu væri lokið. Skólabróðir minn og vinur dó af mínum völdum og hræðilegra slysfara í höndunum á mér fyrr um daginn, það tók sjúkrabíl um sjö og hálfa klukkustund að komast í gegnum snjóhríðina úr næsta bæjarfélagi til okkar. Harm minn, örvæntingu, og sorg kem ég aldrei í orð, eða hversu mjög ég óskaði þess að hann hefði verið sá sem gekk í burtu en ekki ég. Þetta var skelfilegur dagur sem snerti heilt sveitafélag og markaði mig fyrir lífstíð,“ segir Starri.

Starri segir að á þessum tíma hafi ekki verið til áfallahjálp í sveitinni og því hafi hann þurft að halda út í lífið fullur af vanmætti, sektarkennt og sorg. „Sú aðferð skilaði mér ekki góðu og það er fyrst núna sem að ég sé ljósglætu með því að sleppa allri „karlmennsku“ og leita mér sérfræði hjálpar. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem að ég mæti þessum degi án þess að deyfa mig á einhvern máta. Ég veit ekkert hvort að það er hræðilega óviðeigandi að segja frá þessu svona, ég vildi bara deila þesssu í von um það -að ef að þú ert að díla við eitthvað sambærilegt þá leitir þú þér hjálpar,“ segir Starri og bætir við að lokum:

„Svo vildi ég líka minna á vin minn, hann dó kannski fyrir 32 árum síðan og ég kann að þurfa að sleppa honum, en hann hefur fylgt mér alla þessa leið, ég kominn yfir fertugt og hann bara 15, hann hlýtur að vera kominn með leið á mér fyrir löngu. Eg er sannarlega ekki búinn að vinna úr hlutunum, ég er bara að byrja á því. Þau ykkar sem muna þennan dag bið ég afsökunar, ef að ég er að ýfa upp vonda minningu, það er ekki ætlun mín að særa.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -