Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Stefán Eiríksson sækist eftir starfi útvarpsstjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er meðal þeirra sem sótt hafa um starf útvarpsstjóra RÚV, að því er fram kemur á Kjarnanum. Sjálfur hefur Stefán ekki viljað tjá sig um málið.

Þá fullyrðir Kjarninn að Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður á Stöð 2 og nú sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi, hafi einnig sótt um stöðuna.

Samkvæmt Capacent, sem heldur utan um ráðningarferlið, er reiknað með að ráðningarferlið klárist í næstu viku, en upphaflega var gert ráð fyrir því yrði lokið um mánaðarmótin.

Meðal annarra umsækjenda eru Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Kristín Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, Stein­unn Ólína Þor­­­steins­dótt­ir, leik­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Kvenna­­­blaðs­ins, Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og frétta­stjóri RÚV og Baldvin Þór Bergsson, dag­­skrár­­stjóri núm­iðla hjá RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -