Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Stefán Karlsson er látinn: Minning um leiðtoga og yndislega manneskju lifir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stefán

Stefán Karlsson er látinn langt fyrir aldur fram. Greint er frá andláti Stefáns á heimasíðu Vals. Stefán var framkvæmdastjóri Vals í tvö ár og stjórnarmaður í handknattleiksdeild félagsins.

Stefáni er lýst sem afar vönduðum manni, góðhjörtuðum og ráðagóðum. Stefán var einnig mikill leiðtogi og tók hann á móti öllum glaðbeittur á svip og bros hans leið fólki seint úr minni.

Á Facebook-síðu Vals segir:

Stefán vann í rúmlega 20 ár í kringum Knattspyrnufélagið Val í mörgum lykilhlutverkum. Hann var m.a. formaður handknattleiksdeildar, framkvæmdarstjóri félagsins og fjármálastjóri ásamt fjölmörgum hlutverkum í einstökum verkefnum og því sem snéri að vinnu á bak við tjöldin við að gera starf félagsins betra.

Á heimasíðu Vals segir: „Knattspyrnufélagið Valur sendir samúðarkveðjur til eiginkonu Stefáns, Sigurlaugar Rúnarsdóttur, sona þeirra, Kristófers, Rúnars, Ingimars og annara fjölskyldumeðlima og vina.

Missir þeirra er mikill.

- Auglýsing -

Minning um frábæran leiðtoga og yndislegan félaga, einn okkar allra bestu, mun lifa meðal okkar í Valssamfélaginu.“

Fjölmargir minnast Stefáns á samfélagsmiðlum. Magnús Guðmundsson skrifar: „Þetta eru skelfilegar fréttir. Stefán var einstaklega góður og vandaður maður. Hans verður sárt saknað en minningin um góðan dreng lifa. Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina.“

Ingvar Kristinn segir: „Brosandi andlitið sem ávallt tók á móti manni þegar maður hitti Stefán gleymir maður seint. Sannkallaður heiður að fá að kynnast honum. Sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Stefáns og allra Valsmanna.“

- Auglýsing -

Handboltakempan Heimir Örn Árnason segir: „Samúðarkveðjur til fjölskyldu og Valsmanna!! Stefán var gull af manni og það var heiður að vinna með honum!“

Hilmar Þór Norðfjörð skrifar:

„Ég kynntist Stebba þegar ég var með Sport.is en glaðleitari dreng var erfitt að finna. Hann tók alltaf á móti öllum með stóru brosi og var alltaf til í spjall eða leysa mál sem komu að fjölmiðlum.

Það var því erfitt að sjá að þessi dáðadrengur hafi yfirgefið okkur, langt fyrir aldur fram. Það sýnir okkur að ekkert er sjálfsagt í þessu ferðalagi okkar og hver sem er getur heltst úr lestinni án fyrirvara.

Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Stebba.

Hvíl í friði.

Þá segir einnig á heimasíðu Vals að liðið muni leika með sorgarbönd þessa helgi.

„Blessuð sé minning Stefáns Karlssonar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -