Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Stefán var rekinn af sóknarnefnd án alls rökstuðnings: „Nei, kirkjukórinn er EKKI í sumarfríi!!!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér var sagt upp störfum í lok apríl af sóknarnefndum í Innri- og Ytri-Njarðvíkursókn án þess að það hafi verið borið undir prestanna og án rökstuðnings,“ skrifar Stefán Helgi Kristinsson, sem nú er fráfarandi kórstjóri í Njarðvíkursókn:

„Ég fékk frábæran stuðning frá kórfélögum sem hættu allir með tölu við þessa gjörð sóknarnefndanna. Þannig að nei, kirkjukórinn er EKKI í sumarfríi!!!“

Stefán þakkar „prestunum fyrir frábært samstarf allan minn starfstíma í Njarðvíkurprestakalli. Þakka líka öllum kórfélögum sem hafa sungið undir minni stjórn á þessum árum kærlega fyrir samstarfið og að vera alltaf boðin og búinn að syngja og leiða sönginn í kirkjunum.

Sérstaklega þakka ég kórfélögunum sem voru með mér þennan síðasta vetur minn að standa svona þétt við bakið á mér á erfiðum tímamótum. Þakka öllum barna- og æskulýðsfulltrúum sem hafa starfað með mér í gegnum tíðina kærlega fyrir frábært samstarf. Eins þakka ég öllu öðru samstarfsfólki kærlega fyrir samstarfið á þessum næstum 13 árum sem ég starfaði við Njarðvíkurprestakall.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -