Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Stefna stjórnvalda í útlendingamálum er höfnunarstefna, svo lengi sem þau komast upp með það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaðurinn skeleggi, Píratinn Björn Leví Gunnarsson segir í grein sinni, sem ber yfirskriftina Helvítisvist að „það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem velur að vera hlutlaust á tímum siðferðislegra átaka. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki öðrum konum. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem misnotar börn. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem stelur sannleikanum. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir rauðvínsglös sem passa ekki í uppþvottavél. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir manneskjuna sem fann upp á því að skrifa ógeðslega langt intro fyrir allar uppskriftir online. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem snýr út úr orðum annarra.“

Björn bætir því við að „fólk hefur gripið til þessa orðatiltækis við ýmis tækifæri. Sum alvarlegri en önnur. Nýjasta dæmi þess að það sé gripið til þessa orðatiltækis tengist því að það á að senda til baka vel rúmlega 200 umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Hvers vegna er tilefni til þess að grípa til þessara orða við það tilefni? Á milli áranna 1956 – 2019 hafði Ísland tekið á móti 778 manns sem kvótaflóttafólki. Í tölfræði Útlendingastofnunnar kemur fram að auki hafa 1745 manns hafa fengið alþjóðlega vernd frá árinu 2015. Það sem af er árinu 2022 hafa 1050 manns bæst við þá tölu, aðallega vegna stríðsins í Úkraínu. Þetta eru vel tæplega 4000 flóttamenn sem hafa fengið aðsetur á Íslandi frá árinu 1956. Í mesta lagi 1% af þjóðinni, og rúmur fjórðungur af því bara út af stríðinu í Úkraínu.“

Hann segir einnig að „stefna stjórnvalda í útlendingamálum er höfnunarstefna, svo lengi sem þau komast upp með það. Svo mikið er augljóst miðað við tölurnar hér að ofan. Stríð í Evrópu, þá er ekkert mál að taka við fullt af flóttafólki. Stríð utan Evrópu, senda til baka.“

Björn er klár á því að „þessi stefna verður enn augljósari þegar umsóknir um alþjóðlega vernd frá Venesúela eru skoðaðar, en árið 2019 voru samtals 157 umsóknir þaðan og engri var hafnað. Á sama tíma var öllum 22 umsóknunum frá Úkraínu hafnað. Þá er ágætt að minnast þess að þegar úkraínska fótboltaliðið kom hingað til Ísland árið 2017 til þess að keppa þá var Úkraína skráð á lista yfir örugg lönd – fyrir utan héröðin Donetsk, Luhansk og Krím. Á árunum 2015 – 2021 sóttu 87 frá Úkraínu um alþjóðlega vernd á Íslandi, 12 fengu vernd.“

Hann ljær máls á því í lok greinar sinnar að „hér hafa ráðamenn beðið okkur um að skoða tölurnar. Já, þær tala sínu máli. Ef litið er til áranna 2015 – 2021 þá tók Grikkland við rúmlega 100 þúsund flóttamönnum á meðan Ísland tók á móti tæplega 2000. Grikkir eru um 30falt fleiri en Íslendingar sem þýðir að þeir hafa tekið á móti um helmingi fleiri flóttamönnum en við. Það lítur því út fyrir að það sé viðeigandi tilefni til þess að grípa til vel valinna orða gagnvart stjórnvöldum í þessum málaflokki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -