• Orðrómur

Steinar Hrafn er látinn aðeins 28 ára: „Það verður sárt að fá ekki leng­ur sím­töl­in frá þér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Steinar Hrafn Trampe lést nýverið á heimili sínu eftir erfið veikindi síðustu árin. Stein­ar Hrafn hóf nám við Tækni­skól­ann í Reykja­vík á tölvu­braut 2008 og stundaði það nám um sinn, en lauk ekki námi.

Í minningargrein í Morgunblaðinu minnist móðir Steins Hrafns hans með hugljúfum orðum.

„Á fal­leg­um björt­um vetr­ar­degi komstu í heim­inn, fín­leg­ur, nett­ur og full­kom­inn dreng­ur. Þú braggaðist vel og níu mánaða varstu far­inn að ganga og klifra, fót­viss og ör­ugg­ur með þig. Þegar þú byrjaðir á leik­skóla varstu orðinn stóri bróðir og stolt­ur af Söndru. Við flutt­um til Ála­borg­ar og þar fórstu í nýj­an leik­skóla og lést það ekk­ert trufla þig að all­ir aðrir í leik­skól­an­um töluðu dönsku, þú talaðir bara ís­lensku og fóstr­urn­ar urðu að bjarga sér um túlk og þið Hafþór urðuð leik­fé­lag­ar.“

Þá rifjar hún upp heimsóknir afa og ömmu Steinars til fjölskyldunnar. „Heim­sókn­ir Bigga afa og Helenu ömmu til okk­ar í Ála­borg sner­ust um að gera skemmti­lega hluti með okk­ur; Le­go­land, sund­laug­ar, bíltúr­ar, strand­ferðir og bíla­leik­ur eða legó á gólf­inu.“ Árið 2001 segir móðirin að þau hefði flutt aftur til Íslands og að hann hafi verið glaður og spenntur að byrja í 4. bekk Seljaskóla. „Næstu ár urðu erfiðari og þú lent­ir í ýms­um raun­um og áföll­um. Þegar þú komst í ung­linga­deild­ina varstu feg­inn og tókst gleði þína á ný þegar þú kynnt­ist nýju fólki.“

Einnig minnist móðirin á það þegar Steinar litaði hárið á sér blátt eftir fermingu. „Eft­ir ferm­ing­una komstu til mín og til­kynnt­ir mér að nú væri komið að bláa hár­inu, en þegar þú varst sex ára baðstu um að fá að lita hárið strumpa­blátt. Og ég lofaði að þú gæt­ir fengið blátt hár eft­ir ferm­ingu og hafði nú vonað að það gleymd­ist. En blátt varð hárið og klæddi þig vel.“

Móðirin minnist svo góðra stunda saman með syninum. „Þú hafðir sköp­un­arþörf sem birt­ist í tón­list­ar­sköp­un og varst stolt­ur af því sem þú varst að gera og deild­ir því gjarn­an með okk­ur. Við átt­um marg­ar stund­ir við að mála sam­an og jóla­gjöf­in sem þú málaðir handa mér mun hanga áfram í her­berg­inu mínu og minna mig á þess­ar góðu stund­ir.“

- Auglýsing -

Líkur hún þessari fallegu minningargrein á þessum orðum: „Elsku Stein­ar, þú viss­ir að þú varst elskaður og vel­kom­inn frá fyrstu stundu og það verður sárt að fá ekki leng­ur sím­töl­in frá þér og taka á móti þér í mat, fara sam­an á tón­leika, út að borða, í bíltúra og göngu­ferðir. Ég veit að fólkið okk­ar sem fór á und­an þér tek­ur á móti þér og að þú átt eft­ir að hvíla í friði hjá Bigga afa, elsku Stein­ar Hrafn.“

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -