Sunnudagur 1. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Steingrímur segir fólk misskilja „grenjandi minnihluta“ – „Hefur ekkert með grát að gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steingrím J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að orð hans um „grenjandi minnihluta“ séu misskilin af mörgum, þar á meðal Guðna Ágústssyni, fyrrverandi ráðherra. Guðni hjólaði í Steingrím í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær vegna ummæla Steingríms um að einungis „grenjandi minnihluta“ væri mótfallinn frumvarpi um Miðhálendisþjóðgarð. Ummælin, sem féllu á Alþingi, hafa þótt gífurlega óvinsæl meðal sumra. Hópur andstæðinga frumvarpsins á Facebook heitir til að minna Örlítill grenjandi minnihluti.

Steingrímur segir fólk misskilja orð sín í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Í greinni svarar hann Guðni en ræðir þetta þó sérstaklega. „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það,“ segir Steingrímur.

Hann segist enn fremur ekki hafa verið að vísa til bænda eða landsbyggðarfólks. „Ég var ekki að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu eins og það er upplýsir Guðni, þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til,“ segir Steingrímur.

„Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs. Tíu prósentin sem lýstu andstöðu leyfði ég mér sem sagt að kalla örlítinn eða mjög mikinn („grenjandi“) minnihluta. Það er tölfræðilegt mat en hefur ekkert með skoðanafrelsi eða virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum að gera.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -