Fimmtudagur 30. júní, 2022
10.8 C
Reykjavik

Steinunn Ólína sér mannauð í flóttafólki: „Allir vilja gera gagn og hafa eitthvað fyrir stafni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, stórleikkona skrifaði færslu á Facebook fyrir klukkutíma þar sem hún veltir fyrir sér mannauðinum sem finna má hjá flóttafólkinu sem nú flýja stríðsátök í Úkraínu. Færslan hefur slegið í gegn enda málefnaleg og fær fólk til að hugsa. Yfir hundrað manns hefur líkað við færsluna er þetta er ritað.

„Geta íslensk fyrirtæki, skólar og listastofnanir ekki séð hag í því að ráða til sín hæfileikafólk á flótta. Það flýja nú bæði úkraínumenn og rússar lönd sín vegna stríðsástands og frelsisskerðinga. Tónlistarfólk, leikhúsfólk, kvikmyndagerðarfólk, söngvarar, forritarar, háskólakennarar,iðnaðarmenn, heilbrigðisstarfsmenn,hárgreiðslufólk o.s frv. Þarna er hæfileikaríkt fólk og mikill mannauður sem gæti auðgað og nýst okkar samfélagi ríkulega. Að bjóða fólki upp á ársdvalarleyfi en upp á þau býti að mega ekki vinna hér er lamandi fyrir allt fólk. Allir vilja gera gagn og hafa eitthvað fyrir stafni líka í hræðilegum aðstæðum. Það er eðli mannsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -