Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Stella er reið og særð: Opinberar Guðmund og viðbjóðinn -„Sá sem stal kjúkling fékk hærri dóm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef lengi setið á þessu, verið þögul og leyft þessu að fljóta framhjá, en ekki lengur, ég ætla ekki að leyfa þessari umræðu að hætta, ég ætla ekki að leyfa fólki að gleyma. Hversu lengi þarf ég að vera hrædd við það að vera ein heima? að fara út úr húsi? að sækja barnið mitt í leikskólann og óttast það að barnið mitt verði farið þegar ég kem? Að vera í almenning og óttast það að ég sé hann?“

Þetta skrifar Stella Diego í færslu sem mörg hundruð Íslendinga hafa deilt síðasta sólarhring á Facebook. Þar segir hún dómstólum til syndanna fyrir að hafa farið ótrúlega mjúkum höndum um Guðmund Elís Sigurvinsson en hún stígur þar fram sem annar þolandi hans en um leið sem sigurvegari sem stígur fram og bendir á hvað aflaga fer í samfélaginu. Þá er rétt að vara við innihaldi fréttarinnar og þá fylgja fréttinni skjáskot af mjög grófum hótunum í garð Stellu.

Pistill Stellu snýr að því að kerfið, sem á að vernda menn, konur og börn fyrir ofbeldishrottum og kynferðisbrotamönnum, bregst ítrekað. Hún segir dæmi um að menn sem hnupli úr búðum fái stundum þyngri dóm en þeir sem leggi sálarlíf ungs fólks í rúst með hrottalegu ofbeldi. Ofbeldi sem sumir komast aldrei yfir eða fylgir fólki allt þeirra líf. Stella segir að nú sé nóg komið.

Mannlíf hefur einnig undir höndum nokkur skjáskot sem varpa ljósi á ofbeldið sem hún hefur orðið fyrir af hálfu Guðmundar.  Guðmundur var dæmdur fyrir hrottalega árás á Kamillu Ívarsdóttur en sat í fangelsi að mati margra smánarlegur stutt. Mannlíf hefur áður fjallað um það mál.

Sjá einnig: Helga segir ungar konur verða að þekkja þetta andlit: „Er ekki kominn tími á að loka hann inni?“

„Hversu lengi þarf ég að vera hrædd, útaf hann er laus, að hann gengur um göturnar frjálslega. Hvenær ætlið þið að fara taka ykkur saman og átta ykkur á því hversu hættulegur þessi maður er? Hann hefur beitt líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, hvað meira þarf hann að gera svo að þið gerið eitthvað í þessu máli? Hann drap næstum því kærustuna sína, það munaði hvað, 1 eða 2 höggum og hún væri dauð? Þetta var tilraun til manndráps en samt breyttu þið því í alvarlega líkamsárás í nánu sambandi, af hverju?,“ spyr Stella.

- Auglýsing -

Hún segist hafa kært hann fyrir ofbeldið gegn sér en hún hafi ekki verið tekin trúanleg af yfirvöldum. Stella segir:

„Ég kærði líkamlegt ofbeldi frá honum, var með myndir af áverkum eftir hann og myndir af hótunum frá honum þar sem hann hótaði því að lemja mig í stöppu og nauðga mér, en út af því að hann sagði nei, þá var það bara orð gegn orði, hvernig er það orð gegn orði þegar ég er með sannanir?“ segir Stella og spyr:

Hvernig er það orð gegn orði þegar hann er nýbúinn að vera nálægt því að fremja morð?

- Auglýsing -

Þá gagnrýnir hún stjórnvöld og spyr hvenær komi sá dagur að lögregla hætti að hlýfa ofbeldismönnum.

„Hvað ætlið þið að bregðast mörgum stelpum, strákum, konum og körlum sem eru að lenda í ofbeldi, líkamlega, kynferðislegu eða andlegu? Þessi maður sat inni í hvað 4 eða 5 mánuði? Fyrir tilraun til manndráps,“ segir Stella og leggur þunga áherslu á manndrápstilraunina.

„Hann fékk afslátt útaf hann var ekki orðinn 21 árs? Út af hann er ekki jafn hættulegur þegar hann er 20 ára? Hvað meiniði?“

Stella bendir réttilega á að dómsvöld dæma menn sem stela sér til matar í þyngri refsingu. „Hann hefur ekki bara beitt ofbeldi einu sinni, ekki bara tvisvar eða þrisvar, þetta var ekki í fyrsta skipti og þetta var ekki í síðasta skipti. Karlmaður sem stal KJÚKLING, fékk hærri dóm,“ segir Stella.

Að lokum lýsir hún yfir vonbrigðum sínum að enn sé fólk að umgangast Guðmundur eins og ekkert hafi í skorist og heldur reiðilestur yfir því fólki:

„Og þið öll sem eruð vinir hans, af hverju? Þið vitið af öllu sem hann hefur gert og hafið verið viðstödd af einhverjum atvikum. Hvenær ætlið þið að átta ykkur á hvernig mann þið eruð að styðja? Hvernig mann þið eruð að umgangast?“

Ég er svo fokking reið og sár

„Hvað þarf hann að gera svo þið sjáið hvernig maður hann er og hvernig maður hann mun alltaf vera? Ég er svo fokking reið og sár, og ég skil ekki af hverju þið gerið ekki betur, ég skil ekki hvernig þig hafið það í ykkur að geta brugðist okkur aftur og aftur og aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -