Stikla: Héraðið er ný íslensk kvikmynd frá leikstjóra Hrúta

Deila

- Auglýsing -

Héraðið, ný íslensk kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér Hrúta, verður frumsýnd 14. ágúst. Stikla úr Héraðinu kom út í gær.

Myndin segir sögu kúabóndans Ingu sem gerir uppreisn gegn þorpinu eftir að hún missir manninn sinn.

Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með hlutverk Ingu í myndinni. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir.

Héraðið var tekin upp á rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum, á Hvammstanga og Blönduósi.

- Advertisement -

Athugasemdir