• Orðrómur

Stjörnulögfræðingurinn og ráðherrann áttu vikuna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í hverri viku útnefnir Mannlíf þá einstaklinga sem hafa blómstrað í vikunni og þá sem hafa ekki átt jafn auðvelt uppdráttar. Sjálfkjörið var í síðarnefnda flokkinn en nokkrir voru til kallaðir í þeim fyrrnefnda, en það var þekktur stjörnulögfræðingur sem varð fyrir valinu.

Góð vika

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður

Guðni Ágústsson hefur það gott þar sem hann á Tenerife slafrar í sig spænskri skinku á meðan hann fæst við uppáhaldsiðju sína, að sannfæra gesti Klörubars um hættuna af útlensku kjöti. Guðjón Þórðarson er kominn aftur í fótboltabransann og vann sinn fyrsta leik með færeyska liðinu NSÍ. En stjarna vikunnar er án efa Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stjörnulögfræðingurinn sem „svagið“. Þrautseigja Vilhjálms í Landsréttarmálinu varð til þess að íslenska ríkið fékk rassskellingu frammi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Vissulega er heilt dómsstig í uppnámi vegna þessa en stjórnmálamenn hljóta að hugsa sig tvisvar um þegar freistingin um að taka geðþótta fram yfir faglegt ferli sækir að þeim.

Slæm vika

Sigríður Á. Andersen þingmaður

- Auglýsing -

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra fær rússneska kosningu þessa vikuna því enn og aftur hafði skipan hennar í Landsrétt teflt hennar stöðu og ríkisstjórnarsamstarfinu á tæpasta vað. Eftir að hafa unnið hverja orrustuna á fætur annarri í Landsréttarmálinu var dómur Mannréttindadómstóls Evrópu einfaldlega of þungt högg fyrir Sigríði sem sá sér þann kost vænstan að segja af sér og um leið bjarga ríkisstjórnarsamstarfinu. Framan af virtist Sigríður ætla að sitja fast við sinn keip en staðan breyttist eftir að forsætisráðherra „lýsti áhyggjum sínum af stöðunni“ í símtali á þriðjudagskvöld.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -