2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Stóð upp og faðmaði morðingja bróður síns

Eftir að fangelsisdómur yfir fyrrverandi lögreglukonunni Amber Guyger var kveðinn upp á þriðjudag féllust hún og bróðir fórnarlambs hennar í faðma.

 

Hinn 18 ára Brandt Jean stóð upp úr vitnastúkunni í réttarsal á þriðjudaginn og faðmaði Amber Guyger, konuna sem varð bróður Brant að bana í fyrra.

Amber Guyger, fyrrverandi lögreglukona, var dæmd í 10 ára fangelsi fyrir morðið á Botham Jean. Eftir að dómur var kveðinn upp hélt Brandt hjartnæma ræðu og fékk svo leyfi frá dómara til að standa upp og gefa Amber faðmlag. Þessu er sagt frá á vef CNN.

Hann sagðist fyrirgefa henni og óska henni alls hins besta. Hann sagði einnig að hann vildi ekki að hún hlyti fangelsisdóm fyrir það sem hún gerði.

AUGLÝSING


Guyger skaut Botham Jean til bana þar sem hann sat í sinni eigin íbúð.

Guyger, sem starfaði sem lögreglukona, var að koma af 14 tíma vakt þegar hún labbaði inn í íbúð Botham og skaut hann. Guyger, sem bjó í íbúðinni fyrir ofan Bothamn, kveðst hafa farið íbúðavillt og talið að hún væri að labba inni í sína íbúð og að Botham væri innbrotsþjófur.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is