Stór skjálfti í Reykjavík – Sá stærsti 5.7 að stærð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stór jarðskjálfti varð rétt í þessu á höfuðborgarsvæðinu. Hús hristust og ljóst að þetta var stærri skjálfti en gengur og gerist. Fyrstu tölur benda til þess að hann hafi verið 5.7 að stærð.

Fátt annað er rætt á samfélagsmiðlum. Veðurstofa Íslands hefur enn ekki uppfært jarðskjálftamælingar á vef sínum, sem virðist vera úti líkt og gerist yfirleitt þegar margir fara inn á hann.

Að sögn íbúa í Keflavík rak háhýsið í Krossmóum á reiðiskjálfi.

Nokkrir eftirskjálftar hafa komið kjölfarið, missterkir. Skjálftarnir eru samtals 16 sem voru stærri en 3, samkvæmt Veðurstofu en vefur hennar dettur inn og út.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -