Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Stór vindorkuver finnast víða erlendis en ekki á Íslandi: „Arðurinn skili sér til þjóðarinnar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Í upphafi skal endinn skoða með alla auðlindanýtingu, sama hvort það er fiskurinn í sjónum eða orkan okkar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri í samtali við fréttastofu RÚV.

„Þannig að vandvirkni og framsýni, það að við séum að hugsa vel fram í tímann og passa upp á að lög og reglur styðji við okkar framtíðarsýn, það er eitthvað sem skiptir mjög miklu máli.“

Með þróun í vindorkutækni hafa vindmyllur stækkað, bæði að umfangi og afli, og vindorkuframleiðsla hefur orðið hagkvæmari. Tugir hugmynda hafa verið settir fram um vindorkuver á Íslandi. Margar hugmyndir eru frá einkafyrirtækjum.

Halla segir að Ísland sé í raun hluti af Evrópulöggjöf á þessu sviði. Í slíku samkeppnisumhverfi séu fleiri leikendur að koma inn.

„Og það erum við að sjá hérna á Íslandi líka,“ segir hún, til dæmis á sviði vindorkunnar, og frekari þróun eigi eftir að verða í þá átt á komandi árum.

Hún segir að í auðlindanýtingu skipti máli að lagaramminn sé þannig „að arðurinn af auðlindinni skili sér til þjóðarinnar.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -