Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Stóra-bjórmálið á Nesinu – Þór bæjarstjóri: „Erfitt í sam­búð, svona veislur og æsku­lýðs­starf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjar­stjóri Sel­tjarnar­nes­bæjar, Þór Sigur­geirs­son, segir í samtali við Fréttablaðið að hann skilji á­hyggjur for­eldra í bænum af bjór­kvöldum fram­halds­skóla­nema sem fram fara í sölum íþróttafélagsins Gróttu.

Þór segir að til standi að auka fram­lög til tóm­stunda-og æsku­lýðs­starfs.

Yfir­lýsing frá for­eldra­fé­lagi Grunn­skóla Sel­tjarnar­ness vakti athygli þar sem lýst var yfir    á­hyggjum af stöðu æsku­lýðs-og for­varnar­starfs ung­linga á Sel­tjarnar­nesi.

Var áðurnefnd yfir­lýsing send út í kjöl­far frétta af því að lög­regla hefði leyst upp sam­kvæmi í veislu­sal Gróttu í fyrri­nótt; þar var mikill fjöldi fólks undir tví­tugu og mikil ölvun á staðnum.

Bæjarstjórinn Þór segir málið ekki gott; að bæjar­yfir­völd hafi þegar fundað og muni funda aftur með stjórn Gróttu vegna málsins:

„Þetta er ó­heppi­legt og við tökum þetta föstum tökum. Það er klárt mál að það þarf að skerpa þarna á reglum og við erum að gera það. Þetta er erfitt í sam­búð, svona veislur og æsku­lýðs­starf, það er bara þannig. Þarna er ein­stak­lingur sem fer ekki eftir skil­málum út­leigunnar, þannig við þurfum að skerpa á því og hækka þennan aldur og koma í veg fyrir að svona kvöld spyrjist út.“

- Auglýsing -

Bætir að lokum við:

„Það er klárt mál að við erum að bæta í tóm­stunda­starfið og það er komið inn á fjár­hags­á­ætlun næsta árs að ráða inn í þessa stöðu. Hlutað­eig­andi vita af því og þetta er bara allt í skoðun, við erum með starfs­lýsingu nánast klára og það verður aug­lýst strax á næstunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -