Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stóraukið símasvindl hérlendis – Íslendingar hvattir til að svara ekki erlendum númerum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gífurleg aukning hefur orðið á símtölum erlendis frá þar sem boðin er alls kyns þjónusta, ekki síst fjármálaþjónusta þar sem lofað er miklum hagnaði. Tilgangurinn er að komast yfir banka- og kreditkortaupplýsingar. Íslendingum er ráðlagt að svara ekki símtölum úr erlendum númerum sem það þekkir ekki og á ekki von á.

Hinir óprúttnu aðilar geta oftar en ekki verið afar sannfærandi og með aukinni tækni geta þessir aðilar látið svo virðast að símtalið geti komið víða frá, jafnvel Íslandi. Einnig nýta þessir óprúttnu aðilar sér internetið og hafa gullin tilboð borist til einstaklinga á faglegri hátt gömlu Nígerubréfin, til að mynda á Linkedin. 

Tæknin góð sé hún ekki misnotuð

Tilgangurinn með símtölunum er að ná í banka- og kreditkortaupplýsingar viðtakanda en slík símtöl hafa jafnvel gert viðtakendur símtala gjaldþrota þótt ekki sé vitað um slík dæmi hér á landi. Reyndar er álitið að af fjarskiptayfirvöldum í Bretlandi að fæstir tilkynni um slíkt þar sem fólk skammist sín fyrir að hafa fallið í gildruna. Engin ástæða er til að ætla að sá möguleiki sé einnig til staðar á Íslandi. 

Þorleifur Jónasson, forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segir töluverða aukningu tilkynninga um svindlsímtöl, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum. 

,,Aukin tækni er að langmestu leyti til hins góða en í þessum tilfellum er hún misnotuð og þá í þeim tilfellum þar sem unnt er að falsa hvaðan númer koma. Einnig fáum við tilkynningar um að hringt sé í íslensk númer úr erlendum númerum og fljótlega skellt á. Þá er ekki óalgengt að fólk hringi til baka og lendi í því að fá himinháa símreikninga fyrir símtalið. 

- Auglýsing -

Við viljum eindregið ráðleggja fólki að svara ekki símtölum úr erlendum númerum sem það þekkir ekki og á ekki von á. Þá er rétt að hafa varann á varðandi erlenda aðila sem bjóða t.d. fjármálaþjónustu, oft er þar lofað skjótum gróða eða einhverju sem er „of gott til að vera satt“. Aldrei skal gefa upp fjármálaupplýsingar í gegnum síma, netspjall eða tölvupóst. Þá er rétt að hafa í huga að íslenskar fjármálastofnanir biðja aldrei um slíkar upplýsingar á netinu eða í síma.

Stöðug aukning kallar á varúð

Guðmundur Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Símans tekur undir orð Þorleifs. ,,Við höfum tekið eftir aukningu í síma- og netsvindli og með aukinni tækni er erfiðara að takast á við þetta. Hér áður fyrr var auðveldara að sjá hvaðan símtölin komu en í dag býður tæknin upp á að illmögulegt er að sjá hvaðan uppruninn er, fyrir utan að í dag er hægt að fela upprunann jafnvel. Við fylgjumst mjög vel með þessu og ef við sjáum sömu númerin hringja ítrekað lokum við á þau, við getum lítið annað gert því ekki er í boði að loka fyrir símtöl frá ákveðnum svæðum eða heilu löndunum.  Við sáum gríðarlega aukningu árið 2020 sem er í takti við það sem er að gerast erlendis, síma- og netsvindl hafa stóraukist. En aðalatriðið er, og við ítrekum að fólk á helst ekki að hringja til baka í erlend númer sem það kannast ekki við. Engin aukakostnaður verður til með því að svara, hann getur aðeins orðið ef fólk hringir til baka“

- Auglýsing -

Höfundur: Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -