Miðvikudagur 8. febrúar, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stóri plokkdagurinn svokallaði verður haldinn á sunnudaginn en það er hópurinn „Plokk á Íslandi“ sem stendur fyrir deginum.

Í ár mun hópurinn beina sjónum sínum að Reykjanesbrautinni, Vesturlandsveginum og umhverfi stærri umferðaræða landsins. Ferðafélag Íslands hefur slegist í hóp skipuleggjenda en í félaginu eru margir öflugir plokkarar. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, taka þátt í deginum er fram kemur í tilkynningu um Stóra plokkdaginn.

Þess má geta að hópurinn Plokk á Íslandi stóð fyrir plokkdegi í fyrra með góðum árangri.

Öllum er velkomið að taka þátt í Stóra plokkdeginum. Plokkurum er bent á að nota myllumerkið #plokk19 á samfélagsmiðlum.

Hér er þá listi yfir þau svæði sem Plokk á Íslandi hefur skipulagt plokk á:

  • Reykjanesbær svæði 1-5, ræst af planinu hjá Bónus á Fitjum.
  • Vogar svæði 1-3, ræst við bílastæði brúna undir brautina að Vogum.
  • Hafnarfjörður svæði 1-3, ræst af bílastæðinu hjá N1 Lækjargötu.
  • Garðabær svæði 1-2, ræst af bílastæði IKEA.
  • Kópavogur svæði 1-3, ræst af bílastæði Smáralindar.
  • Reykjavík Elliðaárdalur og Fossvogs svæði 1-3, ræst af bílastæði Sambíóanna.
  • Reykjavík – Stórhöfði og Árbær 1-3, ræst af bílastæðinu við Select og Ölgerðina.
  • Reykjavík – Grafarvogur Grafarholt 1-3, ræst af bílastæðinu hjá Húsasmiðjunni.
  • Mosfellsbær 1-3, ræst af bílastæðinu við N1.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -