Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Stórleikarinn Hilmir Snær missti tvær systur úr krabbameini: „Það fer alveg með mann‘‘

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hilmir Snær Guðnason leikari segir frá leiklistinni, lífinu og  missinum á tveimur systrum sínum fjórum árum.
Hilmir Snær sem fæddur er á Patreksfirði flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni árs gamall. Í borginni ólst Hilmir upp í miðbænum, þar sem hann býr enn í næstu götu við foreldra sína.
Hilmir segist hafa ákveðið ungur að verða leikari, eða um 15 ára aldur. Foreldrar Hilmis hafi stutt hann og systur hans þrjár í því sem þau vildu taka sér fyrir hendur.
Fyrst um sinn hafi hann skráð sig í íslenskunám í háskóla en staðið sig afskaplega illa, enda lá áhuginn annarsstaðar. Í leiklistinni.

Systur Hilmis fóru ólíkar leiðir og störfuðu á ólíkum sviðum innan lista, fjármála og í sálfræði.

„Ég átti þrjár systur en því miður á síðustu fjórum árum hafa tvær þeirra dáið úr krabbameini, nú erum við bara eftir ég og yngsta systir mín,‘‘ segir Hilmir í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Bergdís systir Hilmis lést í maí síðastliðnum og hin systir hans Ásdís lést árið 2017.
Hilmir segir að Bergdís hafi fengið krabbamein fyrir átta árum, hafði verið lengi veik og barist lengi. Ásdís hafi veikst hratt eftir að hún greindist. Síðustu ár hafi verið fjölskyldunni erfið og mikið álag.

„Það hefur verið mikill doði yfir fjölskyldunnni í þessi ár en það er nú samt þannig að maður verður að halda áfram,‘‘ segir Hilmir. Hann bætir því við að foreldrar hans hafi tekið missinum af miklu æðruleysi.
„Við höfum verið að vinna okkur í gegnum sorgina.‘‘

Hilmir segir að hann hafi komist að því í gegnum þetta tímabil að það sé ekki hægt að vera sorgmæddur á hverjum degi.
„Það fer alveg með mann‘‘.
Hilmir segir fjölskylduna hafa syrgt þær systur en hafi þau samt oft verið glöð og hlæjandi á þessu tímabili.
„Við gátum slegið ýmsu upp í létt grín og þær gátu það líka þó þær væru svona veikar.‘‘

- Auglýsing -

Hann segist stundum hugsa til systra sinna þegar hann er að skemmta sér eða hlæja.
„Þá verð ég leiður í smá stund, maður verður að læra að lifa með sorginni. Þær hefðu ekki viljað að ég myndi aldrei aftur skemmta mér‘‘.

Mánuði eftir að Bergdís lést fór Hilmir í tökur á bíómynd. Hann segir það hafa hjálpað honum í sorginni. Bíómyndin sem um ræðir heitir Allra síðasta veiðiferðin og er framhald af myndinni Síðasta veiðiferðin sem sló rækilega í gegn.

Í viðtalinu fer hann yfir leiklistarferilinn sem er glæsilegur, enda Hilmir einn ástkærasti leikari Íslendinga.
Að lokum segist Hilmir eiga að vera í fríi næsta mánuðinn, hann sé þó ekki nógu góður í að vera í fríi.
„Ég er auðvitað búinn að finna mér eitthvað að gera, ætla skella mér í seinni leitir upp í sveit, svo er það bíó í nóvember.‘‘

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -