Stóru sjávarútvegsrisarnir verða stærri

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Markaðsvirði Brims, áður HB Granda, hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri.

 

Óhætt er að segja að það hafi gengið á ýmsu hjá Brimi, áður HB Granda, undanfarin misseri. Lífeyrissjóðurinn Gildi seldi hlutabréf sín, meðal annars vegna óánægju með stjórnarhætti í félaginu. Þá kom FISK Seafood, útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga, inn í hluthafahópinn en var svo farinn úr honum þremur vikum síðar. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi Brim, hefur ekki hikað við stór viðskipti við eigið fyrirtæki og notið stuðnings hluthafa til að gera það. Hinir stóru eru að verða stærri í íslenskum sjávarútvegi.

Hinn 18. ágúst síðastliðinn var frá því greint að FISK Seafood, sjávarútvegsarmur Kaupfélags Skagfirðinga, hefði gert skipti á hlutabréfum við Gildi lífeyrissjóð. FISK eignaðist hlutabréf Gildis í Brimi og Gildi eignaðist meðal annars hlutabréf í Högum í staðinn. Þarna fóru saman annars vegar hagsmunir FISK, vegna kvaða um að félagið seldi hlutabréf sín í Högum, og síðan áhugi Gildis á því að fara út úr hluthafahópi Brims.

Ástæðan fyrir því var sú að Gildi hafði haft áhyggjur af stjórnarháttum í Brimi um nokkurt skeið, eða allt frá því að Guðmundur Kristjánsson kom inn í hluthafahópinn, í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur, og varð forstjóri.

Það sem helst truflaði Gildi voru viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur, þar sem Brim var að kaupa eignir af fyrirtækinu þar sem Guðmundur, forstjóri Brims, var helsti eigandi. Fyrst voru það viðskipti með Ögurvík á 12,3 milljarða króna og síðan viðskipti þar sem Brim keypti sölufélög af Útgerðarfélagi Reykjavíkur, sem þjónustu Asíumarkað, fyrir 4,4 milljarða króna. Samanlagt hefur Brim keypt eignir af  Útgerðarfélagi Reykjavíkur fyrir 16,7 milljarða króna frá því að Guðmundur Kristjánsson varð forstjóri félagsins og stærsti eigandi.

Þetta er brot úr ítarlegri fréttaskýringu sem birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Andrés við fótskör Davíðs

ORÐRÓMUR Ráðning Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskipablaðsins, í starf fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins vekur nokkra athygli, aðallega í fjölmiðlaheiminum.Ýmsar...