Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Stríðið innan Sjálfstæðisflokksins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur vanist því að stjórna málum þess. Staða hans hefur þó veikst til muna síðastliðinn áratug. Hrunið og klofningur vegna Evrópusambandsmála skiptu þar miklu. Nú stendur flokkurinn frammi fyrir enn einni áskorun þegar frjálslyndari og íhaldssamari öfl innan hans togast fast á um hvað hann standi fyrir. Átök milli þessarra afla birtast í hverju málinu á fætur öðru. Og verða sífellt harðari.

Sú staða virðist vera komin upp að áhrifamikil öfl innan hans, sem standa utan forystunnar og eiga stuðning hjá Morgunblaðinu, telji að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki verið bæði íhaldsflokkur og frjálslyndur flokkur.

Ekkert bendir til þess að draga muni úr átökunum á milli þeirra afla sem takast nú á um sál Sjálfstæðisflokksins og ef ekki tekst að slíðra sverðin fyrir næsta landsfund, sem er áætlaður í byrjun næsta árs, verður óumflýjanlegt að þar komi til uppgjörs.

Flokksforystan sækir þó styrk í það að í gegnum þann storm sem hefur geisað frá því síðsumars í fyrra hefur fylgi flokksins haldist nokkuð stöðugt. Fylgi þess flokks sem býður upp á íhaldssaman valkost við hann, Miðflokksins, hefur auk þess vart haggast.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins, hefur auk þess margoft sýnt það að hann getur sett vandamál og ágreining til hliðar þegar kemur að kosningum og unnið sem heild.

Lestu ítarlega fréttaskýringu um átökin innan Sjálfstæðisflokksins á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -