Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Stríðsástand í undirheimunum: Reyksprengja sprakk inni á skemmtistaðnum Paloma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan tvö í nótt að skemmtistaðnum Paloma við Naustina í miðbæ Reykjavíkur.

Þó nokkuð mikinn reyk lagði út um rúðu sem hafði sprungið.

Varðstjóri lögreglu segir í samtalið við RÚV að líklega hafi rúðan sprungið innan frá.

Sá sagði ekki óvarlegt að álykta að um reyksprengju væri að ræða, en það sé þó í höndum lögreglu að rannsaka ítarlega hvað gerðist.

Var enginn eldur þegar slökkvilið bar að garði.

Í fyrrinótt var reyksprengju hent inn í hús í Fossvogi; og lögregla stöðvaði einstakling sem bjó sig undir að kasta slíkri sprengju í hús í Hafnarfirði.

- Auglýsing -

Kemur fram að bæði þá sem og í morgun gat varðstjóri slökkviliðs ekki sagt um möguleg tengsl þessara atburða við deilur í undirheimunum, sem tengjast hnífsstunguárás í Bankastræti í miðbæ Reykjavíkur fyrir um viku síðan.

Lögregla staðfesti þó seinna í gær að reyksprengjumál tengdust hnífsstunguárásinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -