Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Stríðshrjáðir ergja sig á flugeldum Íslendinga: „Get svarið það, held sé verið að skjóta á mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlendingar búsettir hérlendis eru argir yfir tíðum flugeldasprengingum á höfuðborgarsvæðinu nú þegar janúar mánuður er vel ríflega hálfnaður. Þessa erfiðu stöðu ræða þeir sín á milli og finna einkum til með þeim sem hingað hafa flutt frá stríðshrjáðum löndum.

Það er Lísa nokkur sem stofnar til umræðunnar inni í hópi útlendinga á Facebook sem búsettir eru hérlendis. „Klukkan er núna korter yfir eitt eftir miðnætti og ég lýsi þvi yfir að allir þeir sem eru skjótandi flugeldum núna eru fábjánar. Ég finn sérstaklega til með því fólki sem kemur frá stríðshrjáðum löndum og er mögulega í áfalli. Og með gæludýrum,“ segir Lísa.

Daníel er hjartanlega sammála. „Ég sver til Guðs að í hvert sinn sem ég heyri þennan andskota stressast ég allur upp. Ég áttaði mig ekki á því hversu vanur ég var skothvellum og hvernig það var orðið að vana hjá mér að skella mér í gólfið í leit að skjóli. Ég get svarið það, stundum held ég að það sé verið að skjóta á mig. Þetta er í alvörunni mjög stressandi. Greyið hundurinn minn fer líka í algjört sjokk,“ segir Daníel.

Andrés tekur undir gagnrýnina. „Ég var tvívegis skotinn í vopnuðu ráni. Er því ekki mikll aðdáandi þessara sprenginga. Þetta sleppur á gamláskvöld og dagana þar í kring. En klukkan eitt eftir miðnætti í gær, þegar ég er kominn í háttinn, er frekar pirrandi. Ef þú vilt skjóta upp síðustu tertunni, gerðu það þá allavega klukkan 21 eða 22. Eina skýringin fyrir því að þú gerir það klukkan eitt eftir miðnætti er að þú ert asni,“ segir Andrés.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -