Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Verð í Krónunni hækkaði um ríflega 70 prósent – VERÐKÖNNUN – Fjölvítamínsafi hækkaði mest

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

 

Á rúmum fjórum árum hafa sumar vörur í Krónunni hækkað talsvert. Mesta hækkunin á tímabilinu er rúm 70 prósent en tvær vörur lækkuðu í verði. Verðhækkanir á íslenskum vörum voru á bilinu 6 til 52,3 prósent, en erlendum 8,8 til 70,4 prósent.

 

Mannlíf skoðaði verðmun á rúmlega fjögurra ára tímabili, á matvöru. Í þetta sinn var skoðaður verðmunur hjá versluninni Krónunni. Strimillinn sem skoðaður var er dagsettur 31.12 2016. Mesta hækkunin á erlendri vöru reyndist vera 70,4 prósent á 1 lítra af Happy Day fjölvítamínsafa. Mesta hækkun á íslenskri vörur var 52,3 prósent á rifnum heimilisosti. Ein íslensk vara lækkaði um 3,2 prósent og ein erlend vara lækkaði um 20,1 prósent.

 

- Auglýsing -

Hækkanir á erlendum vörum

Verðhækkanir á erlendum vörum voru á bilinu 8,8 til 70,4 prósent. Sé mestu hækkuninni er deilt niður á mánuði þá hækkar varan að meðaltali um 1,4 prósent á mánuði í 51 mánuð. Ein erlend vara lækkaði umtalsvert, sveppir í 250 gramma boxi. : Boxið lækkaði um 20,1 prósent.

Hækkanir á Íslenskum vörum

- Auglýsing -

Verðhækkanir á íslenskum vörum voru á bilinu 6 til 52,3 prósent. Sé mestu hækkuninni deilt niður á mánuði þá hækkar varan að meðaltali um eitt prósent á mánuði í 51 mánuð. Ein íslensk vara lækkaði um 3,2 prósent það var Egils plús 2 lítrar.

 

Vörur sem hækkuðu mest  

Erlendar vörur

Happy Day fjölvítamínsafi hækkaði um 70,4 prósent.

Gestus hvítlaukur í olíu hækkaði um 33,4 prósent.

Laukur hækkaði um 27,9 prósent.

Gestus pizza hækkaði um 20 prósent.

 

Íslenskar vörur

Rifinn heimilisostur hækkaði um 52,3 prósent.

Smjör 250 gr hækkaði um 39,7 prósent.

Mozzarella rifinn hækkaði um 21,6 prósent.

Smjörvi hækkaði um 19,8 prósent.

Þykkvabæjar forsoðnar kartöflur hækkuðu um 19,3 prósent.

 

Hér að neðan má sjá allar hækkanir og lækkanir og strimilinn

 

Vörur20162021Munur
Egils plús app&bl 2L278269-3.2%
Nýmjólk14316414.7%
Mozzarella rifinn36544421.6%
Heimilisostur rifinn49976052.3%
FP eldhúsrúllur36942916.3%
Þykkvab hrásalat25829614.7%
Smjörvi46956219.8%
Ali bacon þykkari 1KG198020996.0%
HD 100% fjölvítam 1L19933970.4%
Bananar pr kg2392608.8%
Pottagaldrar salvía4314586.3%
Sveppir erl 250gr box349279-20.1%
Smjör 250gr21429939.7%
Gestus hvítl29939933.4%
Laukur8611027.9%
Þykkvab forsoðnar47656819.3%
Gestus pizza49959920.0%

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -