Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Strítt bæði af kennurum og nemendum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íþróttamaðurinn Már Gunnarssonstefnir á Ólympíuleika fatlaðra í Tókýó í lok ágúst og æfir því í sex tíma á dag, auk þess að vera að undirbúa stór-stórtónleika í Hljómahöllinni í mars. Hann segir vissulega taugatrekkjandi tilhugsun að vera á leið á stærsta mót í heimi en kveðst hafa lært að vinna vel undir álagi þegar hann var í skóla í Lúxemborg. „Það gat á stundum verið frekar mikill hryllingur sem ég upplifði þar.“

Spurður nánar út í þetta segir Már: „Fyrst þegar ég kom til Lúxemborgar var ég í litlum þorpsskóla þar sem voru bara tveir bekkir. Það var alveg yndislegt, kennarinn minn þar, hún Monique, og maðurinn hennar eru mér sem amma og afi í Lúxemborg. Og ég reyni að heimsækja þau eins oft og ég get. Síðan fluttum við og ég fór í stóran sveitaskóla úti á landi og það var bara algjör martröð. Maður var bæði blindi drengurinn og útlendingurinn í bekknum og bæði kennarar og nemendur stríddu mér óspart fyrir vikið. Ég var þarna í fimm ár og það var algjör undantekning ef mér samdi vel við einhvern kennara og ég eignaðist fáa vini í skólanum. Það var bara engin tenging. Ég átti aðra vini sem eru enn þá vinir mínir í dag og mér finnst alltaf mjög gaman að koma „heim“ til Lúxemborgar.“

„Maður var bæði blindi drengurinn og útlendingurinn í bekknum og bæði kennarar og nemendur stríddu mér óspart fyrir vikið.“

Í Lúxemborg byrjaði Már í tónlistarnámi og þar fann hann sig mun betur en í skólanum og var  fljótlega farinn að semja sín eigin lög.

„Ég byrjaði að læra á píanó hjá blindrafélaginu í þorpinu þar sem við bjuggum fyrst,“ segir hann og brosir við minninguna. „Þegar við fluttum út á land fór ég í nám hjá rússneskum píanókennara sem heitir Dina og hún er alveg frábær. Það er mér rosalega mikilvægt að hafa verið hjá henni. Það var mikill agi í náminu en hún var samt alltaf sanngjörn. Ég er enn þá í sambandi við hana og okkur þykir mjög vænt hvoru um annað.“

Lestu viðtalið við Má í heild sinni í nýjasta blaði Mannlífs.
Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -