Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Myndband: Stuðningsmenn Trump taka heilshugar undir rasisma hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum dögum svipt hulunni af kynþáttafordómum sínum og stuðningsmenn hans taka heilshugar undir.

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli á Twitter þar sem hann sagði að fjórar þingkonur Demókrataflokksins, sem hafa verið mjög gagnrýnar á stefnu hans, ættu að fara aftur til heimalanda sinna ef þær væru óánægðar með ástand mála. Þrjár þessara kvenna eru fæddar í Bandaríkjunum en sú fjórða fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2000.

Fulltrúadeild bandaríska þingsins fordæmdi ummælin en aðeins fjórir þingmenn Repúblíkanaflokksins greiddu atkvæði gegn forsetanum.

Trump hélt á kosningafund í Norður-Karólínu í gær og þar var ekki annað að heyra en að stuðningsmenn forstans séu hæstánægðir með hin rasísku ummæli. Þegar Trump gerði eina þessara þingkvenna, Ilhan Omar, að umræðuefni tóku stuðningsmennirnir undir og kyrjuðu „sendið hana aftur [e. send her back]“.

Auk Demókrata hafa þjóðarleiðtogar og stjórnmálamen víða um heim fordæmt rasísk ummæli Trumps. Það bítur þó ekki á forsetann sem bæði þrætir fyrir að ummælin séu rasísk, þrátt fyrir augljósan rasisma, heldur hefur hann hert á árásum á þingkonurnar fjórar. Segir hann þær hatursfulla öfgamenn sem hati Bandaríkin. Má ætla að Trump sé kominn í kosningaham og taktík hans sú að reka enn harðari og grimmari kynþáttahyggju en fram til þessa.

- Auglýsing -

Viðbrögð við ummælum Trump og stuðningsmanna hans hafa verið mikil líkt og sjá má hér að neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -