Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stuðningsyfirlýsing frá FKA: „Hugur okkar er hjá fólki sem finnur til og á um sárt að binda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir stundu birti Félag kvenna í atvinnurekstri stuðningsyfirlýsingu við þolendur kynferðisofbeldis, á heimasíðu sinni. Deilur hafa verið innan félagsins í dag eftir að bent var á það í lokuðum hópi þeirra á Facebook að formaður félagsins, Sigríður Hrund Pétursdóttir hefði líkað við yfirlýsingu Loga Bergmanns þar sem hann sagðist alsaklaus af þeim ásökunum sem Vítalía Lazareva bar á hendur hans nýverið.

Sjá einnig: Deilt innan Félags kvenna í atvinnurekstri: Svanhildur í vörn fyrir Loga: „Varstu í herberginu?“

Hér er stuðningsyfirlýsing FKA í heild sinni:

STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ ÞOLENDUR KYNFERÐISOFBELDIS

Stjórn FKA vill koma á framfæri stuðningi sínum við þolendur, þá hugrökku einstaklinga sem stíga fram og þökkum til þeirra sem breyta samfélaginu til batnaðar.

Við erum ólíkar konur úr öllum áttum í Félagi kvenna í atvinnulífinu og hefur FKA verið leiðandi hreyfiafl í rúma tvo áratugi.

- Auglýsing -

Það er raunveruleiki þarna úti sem sameinar konur og öllum ljóst að forgjöf samfélagshópa er ólík. Formaður félagsins, Sigríður Hrund Pétursdóttir, harmar að hafa verið með endurgjöf á færslu á samfélagsmiðlum sem hún síðan dró til baka. Í krafti stöðu sinnar sem formaður FKA er og var þetta mjög merkingarbært og óviðeigandi að öllu samanlögðu.

Það er skýrt í huga stjórnar FKA að mikilvægar, djarfar, þörf og á löngum köflum sársaukafullar breytingar eru að eiga sér stað í samfélaginu. Vill stjórn FKA senda frá sér stuðningsyfirlýsingu að gefnu tilefni við þolendur kynferðisofbeldis og þakkir til þeirra sem ryðja brautir.

Hugur okkar er hjá fólki sem finnur til og á um sárt að binda.

- Auglýsing -

Virðingafyllst!

Stjórn og framkvæmdastjóri FKA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -