Föstudagur 12. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

„Sumir kunna ekki að skammast sín“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mannlíf tók saman nokkur áhugaverð ummæli sem voru látin falla í vikunni.

 

„Fyrst heimtum við að heimurinn hætti að þagga niður kynferðisofbeldi en nú viljum við hafa réttinn til að þagga sjálfar kynferðisofbeldi í hel og réttinn til að bera menn sökum án þess að þurfa að standa fyrir máli okkar? Það er ofbeldi af verstu skúffu eins og dómsúrskurður í máli Atla ber vitni um.“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona um viðbrögðin við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðssonar gegn Borgarleikhúsinu.

„Orðræða sem þessi sendir alvarleg skilaboð út í samfélagið og hefur að engu trúverðugleika brotaþola kynferðisofbeldis.“

Yfirlýsing frá tæplega hundrað konum vegna skrifa Steinunnar Ólínu.

„Nú fagna ég umræðu um dómsmálið mitt og finnst gleðilegt þegar fólk skilur um hvað það snýst. En mér finnst erfitt þegar því er stillt upp við hlið máls Atla Rafns sem á ekkert skylt með mínu.“

- Auglýsing -

Freyja Haraldsdóttir aktivist segir að mál hennar gegn Barnaverndarstofu eigi ekkert sameiginlegt með máli Atla Rafns gegn leikhússtjóra Borgarleikhússins. Þar vísar Freyja í fyrrnefnd skrif Steinunnar Ólínu.

„Farið til útlanda og reddið ykkur þar í boði ríkisins eða pungið sjálf út fyrir aðgerðunum hér heima, eru hins vegar skilaboð ríkisstjórnarflokkanna til biðlistafólksins.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, um þá staðreynd að að margir Íslendingar fari utan í aðgerðir, vegna langra biðlista eftir því að komast í slíkar aðgerðir hér á landi.

- Auglýsing -

„Það er ekki hægt að skauta yfir það sem er manni til minnkunar.“

Halldór Einarsson, kenndur við Henson, segist í nýútgefinni ævisögu sinni sjá eftir að hafa skrifað undir meðmælabréf til handa Robert Downey, sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, í því skyni að hann fengi uppreist æru. Hann kveðst hafa reynt að draga undirskrift sína til baka án árangurs.

„Sumir kunna ekki að skammast sín.“

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borginni, skammar Dag B. Eggertsson borgarstjóra fyrir að ganga út á þurrum fótum allt árið, en á meðan hafi smáhýsi fyrir heimilislausa ekki risið, svo dæmi sé tekið.

„Væri gaman að stofna umhverfisverndarflokk sem lýsir yfir neyðarástandi og hefur bara ömurlega hluti á stefnuskrá sinni; banna krússkip, leggja niður innanlandsflug, fækka rollum og beljum og banna jarðefnaeldsneyti og alls konar.“

Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -